Kúakyn í hættu og fleiri kyndug verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2015 13:30 Hér er Nýlókórinn á sviðinu í Eldborg að æfa verk Magnúsar Pálssonar og kýrin Malagjörð frá Hæli sómir sér vel í bakgrunni. Vísir/Vilhelm „Það eru mörg spennandi atriði á dagskránni,“ segir Berglind María Tómasdóttir tónlistarkona sem er allt í öllu í sambandi við tónlistarhátíðina Tectonics í Hörpunni. Tectonics er haldin af Sinfóníuhljómsveit Íslands og á henni eru átta tónleikar, þar af tvennir með hljómsveitinni í Eldborg. Á henni eru frumflutt fimm ný íslensk verk, samin sérstaklega fyrir hátíðina. Á opnunartónleikunum í kvöld klukkan 18 er spilað á heimasmíðuð hljóðfæri. Það gerir hin skoska Shara Kenchington. „Við fluttum inn rúm 200 kíló af hljóðfærum frá Skotlandi sem hún er búin að setja saman, mjög mikil draslhljóðfæri, tengd við garðslöngur, pumpur, hjólaparta og allt mögulegt. Þetta eru atriði sem eru ekki síður fyrir augu en eyru,“ lýsir Berglind María. Eitt íslensku verkanna er Kúakyn í hættu eftir Magnús Pálsson, það verður flutt á lokatónleikunum á morgun sem hefjast klukkan 20. Berglind María lýsir því frekar. Kúakyn í hættu er mikið margmiðlunarverk, það er fyrir hljómsveit, það er fyrir talkór og það er fyrir tvo leikara. Í því er líka myndband, kýrin Malagjörð frá Hæli á þar stórleik. Hún er voða falleg. Svo kemur lyktarskyn líka við sögu, þannig að þetta er verk fyrir flest skilningarvit, jafnvel sjötta skilningarvitið!“Berglind María verkefnisstjóri og Shara Kenchington tónsmiður innan um sérsmíðuð hljóðfæri þeirrar síðarnefndu.Ilan Volkov er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og allt efnið er valið af honum, að sögn Berglindar Maríu. „Fyrir utan íslensku verkin fimm eru þar verk sem hafa verið frumflutt á öðrum Tectonics-hátíðum sem Volkov hefur átt frumkvæði að á síðustu árum, bæði í Skotlandi og Ástralíu, þannig að þetta er heimsklúbbur!“ segir hún og heldur áfram að lýsa dagskránni. „Eitt þriggja atriða á tónleikunum klukkan tíu í kvöld er að Anna Þorvalds, sem er stjörnutónskáldið okkar, flytur eigin tónlist á innviði flygils og notar auk þess alls konar græjur. Svo er Bergrún Snæbjörns líka með flott atriði á lokatónleikunum annað kvöld, hún er meistari vídeóhljóðverka.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það eru mörg spennandi atriði á dagskránni,“ segir Berglind María Tómasdóttir tónlistarkona sem er allt í öllu í sambandi við tónlistarhátíðina Tectonics í Hörpunni. Tectonics er haldin af Sinfóníuhljómsveit Íslands og á henni eru átta tónleikar, þar af tvennir með hljómsveitinni í Eldborg. Á henni eru frumflutt fimm ný íslensk verk, samin sérstaklega fyrir hátíðina. Á opnunartónleikunum í kvöld klukkan 18 er spilað á heimasmíðuð hljóðfæri. Það gerir hin skoska Shara Kenchington. „Við fluttum inn rúm 200 kíló af hljóðfærum frá Skotlandi sem hún er búin að setja saman, mjög mikil draslhljóðfæri, tengd við garðslöngur, pumpur, hjólaparta og allt mögulegt. Þetta eru atriði sem eru ekki síður fyrir augu en eyru,“ lýsir Berglind María. Eitt íslensku verkanna er Kúakyn í hættu eftir Magnús Pálsson, það verður flutt á lokatónleikunum á morgun sem hefjast klukkan 20. Berglind María lýsir því frekar. Kúakyn í hættu er mikið margmiðlunarverk, það er fyrir hljómsveit, það er fyrir talkór og það er fyrir tvo leikara. Í því er líka myndband, kýrin Malagjörð frá Hæli á þar stórleik. Hún er voða falleg. Svo kemur lyktarskyn líka við sögu, þannig að þetta er verk fyrir flest skilningarvit, jafnvel sjötta skilningarvitið!“Berglind María verkefnisstjóri og Shara Kenchington tónsmiður innan um sérsmíðuð hljóðfæri þeirrar síðarnefndu.Ilan Volkov er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og allt efnið er valið af honum, að sögn Berglindar Maríu. „Fyrir utan íslensku verkin fimm eru þar verk sem hafa verið frumflutt á öðrum Tectonics-hátíðum sem Volkov hefur átt frumkvæði að á síðustu árum, bæði í Skotlandi og Ástralíu, þannig að þetta er heimsklúbbur!“ segir hún og heldur áfram að lýsa dagskránni. „Eitt þriggja atriða á tónleikunum klukkan tíu í kvöld er að Anna Þorvalds, sem er stjörnutónskáldið okkar, flytur eigin tónlist á innviði flygils og notar auk þess alls konar græjur. Svo er Bergrún Snæbjörns líka með flott atriði á lokatónleikunum annað kvöld, hún er meistari vídeóhljóðverka.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira