Vandfetað á gjaldeyrismörkuðum Skjóðan skrifar 15. apríl 2015 10:45 Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira