Ég verð kona í vor Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2015 07:00 Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listahátíð í Reykjavík Magnús Guðmundsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar