Skorið niður í þágu framfara Skjóðan skrifar 8. apríl 2015 14:00 Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira