Vindurinn og hatrið Magnús Guðmundsson skrifar 2. apríl 2015 12:30 Valgerður Benediktsdóttir frá Forlaginu sem tók við tilnefningu Þórarins Leifssonar, sem er búsettur í Berlín, ásamt Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem hlaut einnig tilnefningu og það fyrir sína fyrstu bók. Visir/GVA Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands að þessu sinni en það eru Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Bergrún Íris hefur áður fengist við myndskreytingar barnabóka og tölvuleikja en Vinur minn vindurinn er fyrsta bókin sem hún vinnur ein og bæði skrifar og myndskreytir. Vinur minn vindurinn er ætluð yngstu lesendunum eða öllu heldur fyrir samlestur barna og foreldra. „Þetta kom mér alveg svakalega á óvart og mér finnst þetta vera mikill heiður. Þessi saga varð til þegar eldri strákurinn minn var svona um tveggja og hálfs árs gamall og við vorum tvö saman heima. Það var svo mikið rok úti að það var ekki hægt að fara út að leika svo við fórum saman út í glugga að skoða veðrið og ræða málið. Birgitta Elín og Marta Hlín hjá Bókabeitunni sem gefa út fyrir mig tóku þetta upp á sína arma og bókin kom síðan út fyrir síðustu jól og móttökurnar voru alveg frábærar. Það er óhætt að segja að ég hafi hitt á góðan vetur til þess að koma með þessa bók því nóg hefur nú verið um lægðirnar með endalausu roki. Núna er ég að vinna að næstu veðurbók og fleiri skemmtilegum verkefnum svo það er nóg að gera.“ Maðurinn sem hataði börn er aftur á móti fyrir eldri lesendahóp en viðfangsefni Þórarins eru afar áhugaverð. Í bókinni segir frá innflytjandanum Sylvek Kaminski Arias sem tekst á við barnahatara og sem hann hefur grunaðan um að vera drengjamorðingi sem leikur lausum hala í Reykjavík. „Þessi viðurkenning hefur mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar til fyrir sölu erlendis og hjálpar sennilega líka kvikmyndagerðarfólkinu sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um kvikmynd upp úr bókinni í hádeginu.“ Þórarni finnst ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn- og unglinga eða fullorðna lesendur. „Barnabækurnar setja ákveðinn ramma, kalla á ákveðinn skýrleika í framsetningu og neyða mig til að vera einlægur sem er ekki endilega sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“ Þórarinn er sem stendur búsettur í Berlín og það er nóg af verkefnum í farvatninu. „Ég er að skrifa bókina Kaldakol. Þetta er bók um ævintýralegt verkefni Íslendinga í Berlín. Þetta er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorðna. Núna bý ég að reynslu undanfarinna ára og skemmti mér mjög vel í vinnunni.“ Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands að þessu sinni en það eru Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson. Bergrún Íris hefur áður fengist við myndskreytingar barnabóka og tölvuleikja en Vinur minn vindurinn er fyrsta bókin sem hún vinnur ein og bæði skrifar og myndskreytir. Vinur minn vindurinn er ætluð yngstu lesendunum eða öllu heldur fyrir samlestur barna og foreldra. „Þetta kom mér alveg svakalega á óvart og mér finnst þetta vera mikill heiður. Þessi saga varð til þegar eldri strákurinn minn var svona um tveggja og hálfs árs gamall og við vorum tvö saman heima. Það var svo mikið rok úti að það var ekki hægt að fara út að leika svo við fórum saman út í glugga að skoða veðrið og ræða málið. Birgitta Elín og Marta Hlín hjá Bókabeitunni sem gefa út fyrir mig tóku þetta upp á sína arma og bókin kom síðan út fyrir síðustu jól og móttökurnar voru alveg frábærar. Það er óhætt að segja að ég hafi hitt á góðan vetur til þess að koma með þessa bók því nóg hefur nú verið um lægðirnar með endalausu roki. Núna er ég að vinna að næstu veðurbók og fleiri skemmtilegum verkefnum svo það er nóg að gera.“ Maðurinn sem hataði börn er aftur á móti fyrir eldri lesendahóp en viðfangsefni Þórarins eru afar áhugaverð. Í bókinni segir frá innflytjandanum Sylvek Kaminski Arias sem tekst á við barnahatara og sem hann hefur grunaðan um að vera drengjamorðingi sem leikur lausum hala í Reykjavík. „Þessi viðurkenning hefur mjög mikla þýðingu. Þetta liðkar til fyrir sölu erlendis og hjálpar sennilega líka kvikmyndagerðarfólkinu sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um kvikmynd upp úr bókinni í hádeginu.“ Þórarni finnst ekki mikill munur á því að skrifa fyrir börn- og unglinga eða fullorðna lesendur. „Barnabækurnar setja ákveðinn ramma, kalla á ákveðinn skýrleika í framsetningu og neyða mig til að vera einlægur sem er ekki endilega sjálfgefið fyrir kaldhæðinn mann.“ Þórarinn er sem stendur búsettur í Berlín og það er nóg af verkefnum í farvatninu. „Ég er að skrifa bókina Kaldakol. Þetta er bók um ævintýralegt verkefni Íslendinga í Berlín. Þetta er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorðna. Núna bý ég að reynslu undanfarinna ára og skemmti mér mjög vel í vinnunni.“
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira