Menning

Ástir og átök í lífi Hallgríms og Guðríðar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Fáir eru fróðari um Hallgrím og Guðríði en Steinunn.
Fáir eru fróðari um Hallgrím og Guðríði en Steinunn. Vísir/Ernir
Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikari, ætlar að segja sögu hjónanna Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi í kvöld, skírdag.

Þar staldrar hún við mikilvægustu atriðin í þroskaferli skáldsins, tengsl þeirra hjóna við háa sem lága á 17. öld, ástir þeirra og átök við yfirvöld, fátækt sem velsæld, börn þeirra og barnamissi, skáldfrægð, sjúkdóm og dauða.

Frásögnin hefst klukkan 20 í kvöld.

Passíusálmar Hallgríms verða svo fluttir í Borgarneskirkju í heild sinni á morgun, föstudaginn langa, í umsjón Steinunnar. Lesarar verða alls tíu, flestir Borgnesinga. Fólk úr héraði flytur tónlist milli þátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.