Menning

Leggðu land undir fót til Mývatns um bænadagana

Magnús Guðmundsson skrifar
Laufey Sigurðardóttir stendur nú fyrir hátíðinni fyrir kammertónlistarunnendur átjánda árið í röð.
Laufey Sigurðardóttir stendur nú fyrir hátíðinni fyrir kammertónlistarunnendur átjánda árið í röð. Visir/Daníel
Um páskana er fyrirhuguð tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit á páskum 2015 en þessi skemmtilega hátíð er nú haldin í átjánda sinn. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur haft veg og vanda af hátíðinni frá upphafi og hún segir að hátíðin að þessu sinni samanstandi af tvennum tónleikum.

„Fyrri tónleikarnir verða í Skjólbrekku á skírdag kl. 20 og þar verða flutt íslensk sönglög, antík og óperuaríur, dúettar og píanótríó eftir Brahms í H-dúr. Seinni tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa kl. 21.00.

Þar verður flutt píanótríó eftir Mozart ásamt fjölda sönglaga íslenskra og erlendra sem hæfa stundinni og staðnum,“ segir Laufey, sem er jafnframt afar ánægð með það tónlistarfólk sem tekur þátt í hátíðinni í ár sem endranær.

Auk Laufeyjar fiðluleikara eru flytjendur Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og erlendir gestir þau Ellen Bridger, sellóleikari frá Bandaríkjunum, og ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti sem Íslendingum er að góðu kunnur.

Gestasöngvari er Ásgeir Böðvarsson bassi.

„Mér er því óhætt að hvetja unnendur góðrar kammertónlistar til þess að leggja land undir fót um bænadagana til þess að njóta góðrar tónlistar í fögru umhverfi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.