Sunnudags páskalamb og gómsæt pavlova Eva Laufey skrifar 28. mars 2015 12:00 Sunnudagspáskalamb 1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk., t.d. Bezt á lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar timían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Smjör Aðferð 1.Hitið ofninn í 120°C. 2. Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3. Leggið lærið í steikarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Það er gott að nota lambakjötskrydd en það er smekksatriði. 4. Bætið grænmetinu í steikarpottinn/eldfasta mótið. 5. Hellið soði í pottinn. Lokið pottinum eða leggið álpappír þétt yfir mótið. 6. Bakið lærið í miðjum ofni í sjö klukkustundir. 7. Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum er lokið eða álpappírinn tekinn af, fínsöxuðum kryddjurtum og smjöri er bætt út í pottinn og hitinn í ofninum hækkaður í 200°C. Þá verður puran dökk og stökk. 8. Það er mikilvægt að leyfa kjötinu að hvíla í lágmark 20 mínútur áður en þið berið það fram. Ljúffengt kartöflugratín 8 dl rjómi 1 laukur, skorinn í strimla 1 kjúklingateningur 1 msk. blandað krydd, t.d. Bezt á allt Salt og pipar Rifinn ostur Aðferð 1. Kartöflurnar skolaðar vel og skornar í sneiðar, um 1 cm. 2. Laukur skorinn niður og steiktur upp úr smjöri í smá stund. Kartöflum, rjóma, kjúklingateningi og kryddi er blandað saman í pottinum. 3. Sjóðið við vægan hita í 10-15 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar. 4. Hellið þá kartöflublöndunni í eldfast mót, dreifið rifnum osti yfir og hitið í ofni við 200°C í um 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og orðinn gullinbrúnn. Sveppasósa með piparosti Smjör 250 g sveppir, skornir í sneiðar 1–2 tsk. lambakjötskrydd, t.d. Bezt á lambið ½ l rjómi ½-1 piparostur, skorinn í smáa bita ½ kjúklingateningur Aðferð 1. Bræðið smjör í potti. Látið sveppina malla við vægan hita í smjörinu í nokkrar mínútur. Kryddið til með lambakjötskryddi. 2. Hellið rjóma yfir og bætið piparosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita um stund. Hrærið í á meðan og passið að osturinn brenni ekki við. 3. Bætið teningi í pottinn og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Vísir/Eva Laufey Súkkulaði-Pavlova „Pavlova er ástralskur marensábætir, kenndur við rússnesku ballerínuna Önnu Pavlovu.“ 6 stórar eggjahvítur 3 dl sykur 3 msk. kakó 1 tsk. hvítvínsedikAðferð Hitið ofninn í 175°C. 1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að mynda froðu og bætið þá sykrinum smátt og smátt saman við. 2. Þeytið áfram þar til blandan er orðin stífþeytt. Það á að vera hægt að halda skálinni á hvolfi án þess að marensdeigið renni úr henni. 3. Sigtið kakó og bætið ediki saman við og blandið öllu vel saman. 4. Hellið marensblöndunni á pappírsklædda ofnplötu. 5.Bakið við 150°C í 90 mínútur. Botnarnir eiga að vera harðir og stökkir við kantana en seigir í miðjunni. Slökkvið á ofninum en látið botnana vera áfram á eftirhitanum í honum, best er að geyma botnana í ofninum yfir nótt en þeir þurfa að minnsta kosti að ná stofuhita áður en rjómablandan fer ofan á og kakan skreytt með ferskum berjum. Ofan á 500 ml rjómi 1 msk. sykur 500 g blönduð ber 3 msk. saxað súkkulaði Aðferð 1. Léttþeytið rjóma og sykur. 2. Dreifið rjómablöndunni yfir marensbotninn og skreytið með ferskum berjum. 3. Sáldrið grófsöxuðu súkkulaði yfir kökuna í lokin. Eftirréttir Eva Laufey Heilsa Lambakjöt Páskar Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Sunnudagspáskalamb 1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk., t.d. Bezt á lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar timían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Smjör Aðferð 1.Hitið ofninn í 120°C. 2. Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3. Leggið lærið í steikarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Það er gott að nota lambakjötskrydd en það er smekksatriði. 4. Bætið grænmetinu í steikarpottinn/eldfasta mótið. 5. Hellið soði í pottinn. Lokið pottinum eða leggið álpappír þétt yfir mótið. 6. Bakið lærið í miðjum ofni í sjö klukkustundir. 7. Þegar 30 mínútur eru eftir af eldunartímanum er lokið eða álpappírinn tekinn af, fínsöxuðum kryddjurtum og smjöri er bætt út í pottinn og hitinn í ofninum hækkaður í 200°C. Þá verður puran dökk og stökk. 8. Það er mikilvægt að leyfa kjötinu að hvíla í lágmark 20 mínútur áður en þið berið það fram. Ljúffengt kartöflugratín 8 dl rjómi 1 laukur, skorinn í strimla 1 kjúklingateningur 1 msk. blandað krydd, t.d. Bezt á allt Salt og pipar Rifinn ostur Aðferð 1. Kartöflurnar skolaðar vel og skornar í sneiðar, um 1 cm. 2. Laukur skorinn niður og steiktur upp úr smjöri í smá stund. Kartöflum, rjóma, kjúklingateningi og kryddi er blandað saman í pottinum. 3. Sjóðið við vægan hita í 10-15 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar. 4. Hellið þá kartöflublöndunni í eldfast mót, dreifið rifnum osti yfir og hitið í ofni við 200°C í um 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og orðinn gullinbrúnn. Sveppasósa með piparosti Smjör 250 g sveppir, skornir í sneiðar 1–2 tsk. lambakjötskrydd, t.d. Bezt á lambið ½ l rjómi ½-1 piparostur, skorinn í smáa bita ½ kjúklingateningur Aðferð 1. Bræðið smjör í potti. Látið sveppina malla við vægan hita í smjörinu í nokkrar mínútur. Kryddið til með lambakjötskryddi. 2. Hellið rjóma yfir og bætið piparosti saman við. Látið sjóða saman við vægan hita um stund. Hrærið í á meðan og passið að osturinn brenni ekki við. 3. Bætið teningi í pottinn og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Vísir/Eva Laufey Súkkulaði-Pavlova „Pavlova er ástralskur marensábætir, kenndur við rússnesku ballerínuna Önnu Pavlovu.“ 6 stórar eggjahvítur 3 dl sykur 3 msk. kakó 1 tsk. hvítvínsedikAðferð Hitið ofninn í 175°C. 1. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær byrja að mynda froðu og bætið þá sykrinum smátt og smátt saman við. 2. Þeytið áfram þar til blandan er orðin stífþeytt. Það á að vera hægt að halda skálinni á hvolfi án þess að marensdeigið renni úr henni. 3. Sigtið kakó og bætið ediki saman við og blandið öllu vel saman. 4. Hellið marensblöndunni á pappírsklædda ofnplötu. 5.Bakið við 150°C í 90 mínútur. Botnarnir eiga að vera harðir og stökkir við kantana en seigir í miðjunni. Slökkvið á ofninum en látið botnana vera áfram á eftirhitanum í honum, best er að geyma botnana í ofninum yfir nótt en þeir þurfa að minnsta kosti að ná stofuhita áður en rjómablandan fer ofan á og kakan skreytt með ferskum berjum. Ofan á 500 ml rjómi 1 msk. sykur 500 g blönduð ber 3 msk. saxað súkkulaði Aðferð 1. Léttþeytið rjóma og sykur. 2. Dreifið rjómablöndunni yfir marensbotninn og skreytið með ferskum berjum. 3. Sáldrið grófsöxuðu súkkulaði yfir kökuna í lokin.
Eftirréttir Eva Laufey Heilsa Lambakjöt Páskar Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið