Fjarlægðin hjálpar Magnús Guðmundsson skrifar 26. mars 2015 11:30 Stefan Metz leikstjóri og Sean Mackoui leikmynda- og búningahönnuður á stóra sviði Þjóðleikhússins. Visir/Ernir Leikritið Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er eitt fárra verka sem íslenska þjóðin getur talið til sinna klassísku leikbókmennta. Sögur af útilegumanninum og Höllu ástkonu hans á átjándu öld eiga sér stað í hjörtum margra. Þessar sögur fundu heimili sitt í verki Jóhanns sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1911 þegar við vorum enn í grunninn bændasamfélag. Þar fundu þær rödd í ljóðrænum, rammíslenskum og fallegum texta skáldsins þar sem tekist er á við ástina, náttúruöflin og samfélagið. Fyrir Stefan Metz leikstjóra og Sean Mackoui, leikmynda- og búningahönnuð, er Ísland átjándu aldar fjarlægur heimur. Þeir félagar hafa þó unnið hér áður með góðum árangri en sýningar þeirra Krítarhringurinn í Kákasus árið 1999 og Eldraunin á síðasta ári fóru afar vel í íslenska leikhúsunnendur. Stefan Metz segir það ekki breyta miklu fyrir þá að nú séu þeir að takast á við íslenska klassísk. „Það virðast allir Íslendingar hafa skoðanir á Fjalla-Eyvindi,“ segir Stefan og brosir hlýlega. „Ég finn fyrir þessum áhuga en í raun ekki pressu þannig að ég finn fyrst og fremst til ábyrgðar eins og ég bara geri alltaf.“ Sean tekur undir þetta og bendir á að þeir hafi fengið tækifæri til þess að tengjast Íslandi bæði nú og í fyrri ferðum og það hafi haft heilmikið að segja. „Á sínum tíma fórum við hringferð um Ísland og það var dásamleg reynsla. Fengum að finna fyrir fámenninu og skynja náttúruöflin og fegurðina. Það hafði mikið að segja.“ Stefan bætir við að allt þetta opna rými sem er á Íslandi sé svo sérstakt. „Það er eitthvað sem við vildum reyna að fanga og eftir að við fórum í upphafi æfingatímabilsins á slóðir Fjalla-Eyvindar og Höllu þá styrktist mikilvægi þessarar nálgunar. Stefan fór því þá leið með leikmyndina að vinna með ákaflega opið rými. „Þannig gefum við leikurunum líka ekki færi á að halla sér að einhverjum hækjum í leikmynd eða öðru slíku. Þeir þurfa að ná sambandi við áhorfendur sem þurfa að sama skapi að beita ímyndunaraflinu og taka þátt í sköpunarferli verksins.Klassísk ástarsaga Nína Dögg Filippusdóttir og Stefán Hallur Stefánsson fara með hlutverk þeirra Höllu og Eyvindar.Þetta er gamalt verk og að sama skapi þurfum við því að huga að tímarammanum, hann getur myndað ákveðinn vegg á milli verks og áhorfenda og það viljum við ekki að gerist. Þetta er það sem heillar mig mest við leikhúsið; að skora á áhorfendur að beita ímyndunaraflinu.“ Stefan bendir á að þó svo að það hafi verið bæði hjálplegt og ánægjulegt að kynnast landi og þjóð þá sé fjarlægðin sem þeir hafi á verkið sem útlendingar líka jákvæð. „Við erum því mjög meðvitaðir um að það eru margir sem vita miklu meira um þetta en við. Það hvetur okkur áfram í því að vinna náið með leikurunum og hlusta á skoðanir og hugmyndir annarra.“ Stefan heldur áfram og verkið er honum greinilega afar hugleikið. „Styrkur þessa verks er ekki síst í margbreytileika þess. Það er mjög dramatískt og felur í sér ákveðna beiðni um kaþarsis. Það tekst á við grimmdina í samfélaginu, ástina og hina algjöru fórn og ekkert er gefið eftir í engu að síður mjög svo ljóðrænum texta. Það minnir okkur að mörgu leyti á Medeu. Því þegar við fórum að skoða verkið þá áttuðum við okkur á því að þetta er verk um konu. Hún er í raun burðarás verksins og sú persóna sem ver mestum tíma á sviðinu og þar af leiðandi þótti okkur rétt að hún væri einnig í titli verksins. Halla er líka fyrir okkur ákaflega íslensk. Kona með sterka þörf fyrir sjálfstæði og jarðtengd en að sama skapi afar ljóðræn og heillandi.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Leikritið Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er eitt fárra verka sem íslenska þjóðin getur talið til sinna klassísku leikbókmennta. Sögur af útilegumanninum og Höllu ástkonu hans á átjándu öld eiga sér stað í hjörtum margra. Þessar sögur fundu heimili sitt í verki Jóhanns sem var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1911 þegar við vorum enn í grunninn bændasamfélag. Þar fundu þær rödd í ljóðrænum, rammíslenskum og fallegum texta skáldsins þar sem tekist er á við ástina, náttúruöflin og samfélagið. Fyrir Stefan Metz leikstjóra og Sean Mackoui, leikmynda- og búningahönnuð, er Ísland átjándu aldar fjarlægur heimur. Þeir félagar hafa þó unnið hér áður með góðum árangri en sýningar þeirra Krítarhringurinn í Kákasus árið 1999 og Eldraunin á síðasta ári fóru afar vel í íslenska leikhúsunnendur. Stefan Metz segir það ekki breyta miklu fyrir þá að nú séu þeir að takast á við íslenska klassísk. „Það virðast allir Íslendingar hafa skoðanir á Fjalla-Eyvindi,“ segir Stefan og brosir hlýlega. „Ég finn fyrir þessum áhuga en í raun ekki pressu þannig að ég finn fyrst og fremst til ábyrgðar eins og ég bara geri alltaf.“ Sean tekur undir þetta og bendir á að þeir hafi fengið tækifæri til þess að tengjast Íslandi bæði nú og í fyrri ferðum og það hafi haft heilmikið að segja. „Á sínum tíma fórum við hringferð um Ísland og það var dásamleg reynsla. Fengum að finna fyrir fámenninu og skynja náttúruöflin og fegurðina. Það hafði mikið að segja.“ Stefan bætir við að allt þetta opna rými sem er á Íslandi sé svo sérstakt. „Það er eitthvað sem við vildum reyna að fanga og eftir að við fórum í upphafi æfingatímabilsins á slóðir Fjalla-Eyvindar og Höllu þá styrktist mikilvægi þessarar nálgunar. Stefan fór því þá leið með leikmyndina að vinna með ákaflega opið rými. „Þannig gefum við leikurunum líka ekki færi á að halla sér að einhverjum hækjum í leikmynd eða öðru slíku. Þeir þurfa að ná sambandi við áhorfendur sem þurfa að sama skapi að beita ímyndunaraflinu og taka þátt í sköpunarferli verksins.Klassísk ástarsaga Nína Dögg Filippusdóttir og Stefán Hallur Stefánsson fara með hlutverk þeirra Höllu og Eyvindar.Þetta er gamalt verk og að sama skapi þurfum við því að huga að tímarammanum, hann getur myndað ákveðinn vegg á milli verks og áhorfenda og það viljum við ekki að gerist. Þetta er það sem heillar mig mest við leikhúsið; að skora á áhorfendur að beita ímyndunaraflinu.“ Stefan bendir á að þó svo að það hafi verið bæði hjálplegt og ánægjulegt að kynnast landi og þjóð þá sé fjarlægðin sem þeir hafi á verkið sem útlendingar líka jákvæð. „Við erum því mjög meðvitaðir um að það eru margir sem vita miklu meira um þetta en við. Það hvetur okkur áfram í því að vinna náið með leikurunum og hlusta á skoðanir og hugmyndir annarra.“ Stefan heldur áfram og verkið er honum greinilega afar hugleikið. „Styrkur þessa verks er ekki síst í margbreytileika þess. Það er mjög dramatískt og felur í sér ákveðna beiðni um kaþarsis. Það tekst á við grimmdina í samfélaginu, ástina og hina algjöru fórn og ekkert er gefið eftir í engu að síður mjög svo ljóðrænum texta. Það minnir okkur að mörgu leyti á Medeu. Því þegar við fórum að skoða verkið þá áttuðum við okkur á því að þetta er verk um konu. Hún er í raun burðarás verksins og sú persóna sem ver mestum tíma á sviðinu og þar af leiðandi þótti okkur rétt að hún væri einnig í titli verksins. Halla er líka fyrir okkur ákaflega íslensk. Kona með sterka þörf fyrir sjálfstæði og jarðtengd en að sama skapi afar ljóðræn og heillandi.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira