Maður verður að þora að taka áhættu í lífinu ADDA SOFFÍA INGVARSDÓTTIR skrifar 24. mars 2015 12:00 Haukur hélt sína fyrstu sýningu á Mokka fyrir fimmtíu árum síðan. Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Haukur Dór, einn af þekktari listmálarurum landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu í ár. Af því tilefni ætlar hann að opna sýningu í Smiðjunni listhúsi á fimmtudag. „Það eru komin fimmtíu ár síðan ég sýndi fyrst á Mokka. Þær eru nú orðnar margar sýningarnar mínar, ég hef bara ekki tölu á þeim,“ segir Haukur. Á sýningunni verða myndir sem Haukur hefur málað á síðustu tíu árum. „Þetta eru bæði nýjar myndir og nokkurra ára. Annars er ég sífellt að vinna myndirnar mínar og þessvegna set ég aldrei ártal á þær. Það kemur reyndar fyrir að ég eyðilegg þær með þessu móti, en maður verður líka að þora að taka áhættuna annars fer manni ekkert fram,“ segir Haukur og hlær. Í verkum Hauks má sjá augljós áhrif frá Afríku og frumbyggjum Ástralíu, sem og hellamálverkum frá Frakklandi og Spáni. „Meirihlutinn af myndunum eru kvikindi allskonar. Fyrir mér voru þeir að mála og skera út til þess að ná einhverjum tökum á nátturunni og tilverunni. Ég á sama hátt reyni með þessu að ná tökum á mínu lífi. Það gefur manni gildi að reyna að ná betri tökum við hverja mynd sem maður gerir,“ segir hann og bætir við: „Japanski listamaðurinn Hokusai sagði, þá rúmlega áttræður, að hann yrði kannski góður ef hann fengi 80 ár í viðbót. Ég verð 75 ára í ár og ætli mér veiti nokkuð af öðrum 75 árum,“ segir hann og hlær. Haukur Dór hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlistarmanna um allan heim. Hann hefur starfað við list sína á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár helgað sig málaralistinni alfarið. Verk Hauks Dórs er að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands og að auki í nokkrum öðrum listastofnunum og einkasöfnum. Sýningin opnar fimmtudaginn 26. mars í Smiðjunni, listhúsi.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira