Leika sér að ljóðum Vilborgar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2015 13:30 Líflegt er á sviðinu í leikdagskránni Enn hefur mig dreymt. Vísir/Ernir „Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur. Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“ Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur. Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“ Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira