Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra kolbeinn óttarsson proppé skrifar 18. mars 2015 11:15 Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira