Ég vænti þess að menn vilji vinna titla með sínu félagi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:00 Sveinbjörn spilar ekki fyrir annað félag en ÍR. Vísir/stefán ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl. Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl.
Dominos-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga