Framkvæmdaáætlunin frá Peking 20 ára Eygló Harðardóttir skrifar 9. mars 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyfingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóðastofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðlaðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undirrituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og takmarkað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köflum leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fundinum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mismununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðingum og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar