Menning

Eins og að vera inni í ljóði

Magnús Guðmundsson skrifar
Þór Tulinius og Þorsteinn Bachmann í leikhópnum Svipir stefna að frumsýningu með vorinu.
Þór Tulinius og Þorsteinn Bachmann í leikhópnum Svipir stefna að frumsýningu með vorinu.
Verk Samuels Beckett eru af einhverjum ástæðum furðu sjaldséð í íslenskum leikhúsum.

Beckett var ótvírætt eitt merkasta leikritaskáld síðustu aldar og hafa verk hans haft gríðarleg áhrif á leikritun víð um heim. Það eru því gleðitíðindi að leikhópurinn Svipir hafi nú afráðið að takast á við Endatafl.

Þór Tulinius er einn af aðstandendum sýningarinnar og segir hann stefnt að því að frumsýna í Tjarnarbíói þann fyrsta maí næstkomandi. „Þetta er svo mikil ráðgáta og dásamlegur texti. Þetta er eins og að vera inni í ljóði. Svo skemmtilega torskilið og djúpt en fyndið og skemmtilegt í senn. Beckett er hreint út sagt engum líkur og það er alveg ótrúlega gaman að vinna með þennan texta.“

Leikstjóri uppfærslunnar er Kristín Jóhannesdóttir og á meðal annarra aðstandenda auk Þórs eru Þorsteinn Bachmann og Harpa Arnardóttir. „Við erum búin að hrinda af stað söfnun á Karolina Fund til að standa straum af kostnaði við sýninguna og biðlum til landsmanna um hjálp við að láta drauminn rætast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.