Menning

Aríur og fleira tengt Maríu

gunnþóra gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Hanna Þóra ætlar að syngja ljóð, bænir og aríur.
Söngkonan Hanna Þóra ætlar að syngja ljóð, bænir og aríur.
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari flytja ljóð, bænir og aríur sem tengjast heilagri Maríu á hádegistónleikum í Laugarneskirkju á morgun, föstudag. Einnig flytja þær aríu eftir Mozart.

Hanna Þóra og Antonía hlaupa í skarðið fyrir Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópran og Díönu Lind Monzon gítarleikara sem urðu að hætta við boðaða dagskrá vegna veikinda.

Tónleikarnir hefjast klukkan tólf og standa yfir í um hálfa klukkustund.

Aðgangseyrir er fimmtán hundruð krónur og ekki er posi á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.