Stílhrein sveit í borg Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 09:00 Uppáhalds staður Guðnýar er í Egginu þar sem hún nýtur útsýnisins og drekkur kaffi. Vísir/Pjetur Guðný Hrefna Sverrisdóttir, förðunarfræðingur býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra á Álftanesi í fallegu húsi með stórum gluggum og góðu útsýni. „Mér finnst æðislegt að búa hérna. Það er fjölskylduvænt en samt nálægt, sveit í borg.“ Þegar inn er komið er augljóst að við erum hér komin á heimili mikillar smekkkonu, hér blasir við mikið af klassískri og fallegri hönnunarvöru. Það er augljóst að sá sem hér býr hefur gott auga og það er valinn hlutur í hverju horni. „Þetta er svolítið blandað, skandinavískt, gamalt og nýtt,“ segir Guðný og hún bætir við að innanhússhönnun sé eitt af hennar áhugamálum en hún á vefverslunina Minimaldecor.is og ber heimili hennar hönnunaráhuganum augljóst vitni. Hún byrjar að sýna okkur sína uppáhaldshluti og það er ljóst að af nógu er að taka. Uppáhaldsstaður Guðnýar er í stofunni. Þar eru stórir gluggar og við þá stendur Eggið sem hannað var af Arne Jacobsen en stólinn hefur Guðný átt í rúm átta ár og í honum fær hún sér morgunkaffið og nýtur útsýnisins. „Ég sit alltaf hérna með kaffibollann og horfi á útsýnið áður en við förum af stað,“ segir Guðný, en út um gluggann má sjá alla leið frá Seltjarnarnesi og upp í Hafnarfjörð.Vísir/PjeturStofustáss Fyrstu hlutirnir sem Guðný sýnir okkur eru gamlar barnabækur sem margir kannast sjálfsagt við. Bækurnar búa yfir tilfinningalegu gildi ásamt því að vera hið mesta stofustáss. „Amma mín las þær alltaf fyrir mig þegar ég var lítil, þær eru mjög gamlar, örugglega fimmtíu til sextíu ára.“Vísir/PjeturKopar Tom Dixon-ljósið setur mikinn svip á stofuna en það er í miklu uppáhaldi hjá Guðnýju. Ljósið keypti hún sjálf en það hefur í gegnum árin fengið marga hönnunaráhugamanneskjuna til þess að kikna í hnjánum. Kopar hefur einnig verið að koma sterkur inn á síðustu árum og það er augljóst að okkar kona er með trendin á hreinu.Vísir/PjeturSkemmtileg Veggklukkan frá Karlsson setur litríkan og sterkan svip á stofuna, hana keypti Guðný í Berlín. Eigandinn ræður sjálfur hvernig henni er raðað upp og möguleikarnir eru margir. „Það er smá svona valkvíði að velja hvernig á að raða henni upp,“ segir hún og hlær.Vísir/PjeturÍslensk hönnun Fuzzy-kollurinn var hannaður árið 1972 af Sigurði Má Helgasyni. „Ég fékk hann frá vinkonum mínum, saumaklúbbnum, í brúðargjöf,“ segir Guðný, en hún eyðir þó ekki miklum tíma í að bursta kollinn enda er hann fallegur eins og hann er.Handsaumaður „Skírnarkjóllinn er handsaumaður af langalangömmu minni og hann er búinn að fara ættliðanna á milli. Hann er örugglega níutíu til hundrað ára,“ segir Guðný og bætir við að nöfn allra barna sem hafi verið skírð í kjólnum séu saumuð í faldinn og hann muni vafalaust halda áfram að ganga ættliða á milli. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Guðný Hrefna Sverrisdóttir, förðunarfræðingur býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra á Álftanesi í fallegu húsi með stórum gluggum og góðu útsýni. „Mér finnst æðislegt að búa hérna. Það er fjölskylduvænt en samt nálægt, sveit í borg.“ Þegar inn er komið er augljóst að við erum hér komin á heimili mikillar smekkkonu, hér blasir við mikið af klassískri og fallegri hönnunarvöru. Það er augljóst að sá sem hér býr hefur gott auga og það er valinn hlutur í hverju horni. „Þetta er svolítið blandað, skandinavískt, gamalt og nýtt,“ segir Guðný og hún bætir við að innanhússhönnun sé eitt af hennar áhugamálum en hún á vefverslunina Minimaldecor.is og ber heimili hennar hönnunaráhuganum augljóst vitni. Hún byrjar að sýna okkur sína uppáhaldshluti og það er ljóst að af nógu er að taka. Uppáhaldsstaður Guðnýar er í stofunni. Þar eru stórir gluggar og við þá stendur Eggið sem hannað var af Arne Jacobsen en stólinn hefur Guðný átt í rúm átta ár og í honum fær hún sér morgunkaffið og nýtur útsýnisins. „Ég sit alltaf hérna með kaffibollann og horfi á útsýnið áður en við förum af stað,“ segir Guðný, en út um gluggann má sjá alla leið frá Seltjarnarnesi og upp í Hafnarfjörð.Vísir/PjeturStofustáss Fyrstu hlutirnir sem Guðný sýnir okkur eru gamlar barnabækur sem margir kannast sjálfsagt við. Bækurnar búa yfir tilfinningalegu gildi ásamt því að vera hið mesta stofustáss. „Amma mín las þær alltaf fyrir mig þegar ég var lítil, þær eru mjög gamlar, örugglega fimmtíu til sextíu ára.“Vísir/PjeturKopar Tom Dixon-ljósið setur mikinn svip á stofuna en það er í miklu uppáhaldi hjá Guðnýju. Ljósið keypti hún sjálf en það hefur í gegnum árin fengið marga hönnunaráhugamanneskjuna til þess að kikna í hnjánum. Kopar hefur einnig verið að koma sterkur inn á síðustu árum og það er augljóst að okkar kona er með trendin á hreinu.Vísir/PjeturSkemmtileg Veggklukkan frá Karlsson setur litríkan og sterkan svip á stofuna, hana keypti Guðný í Berlín. Eigandinn ræður sjálfur hvernig henni er raðað upp og möguleikarnir eru margir. „Það er smá svona valkvíði að velja hvernig á að raða henni upp,“ segir hún og hlær.Vísir/PjeturÍslensk hönnun Fuzzy-kollurinn var hannaður árið 1972 af Sigurði Má Helgasyni. „Ég fékk hann frá vinkonum mínum, saumaklúbbnum, í brúðargjöf,“ segir Guðný, en hún eyðir þó ekki miklum tíma í að bursta kollinn enda er hann fallegur eins og hann er.Handsaumaður „Skírnarkjóllinn er handsaumaður af langalangömmu minni og hann er búinn að fara ættliðanna á milli. Hann er örugglega níutíu til hundrað ára,“ segir Guðný og bætir við að nöfn allra barna sem hafi verið skírð í kjólnum séu saumuð í faldinn og hann muni vafalaust halda áfram að ganga ættliða á milli.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira