Biðlaunaréttur endurvakinn Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun