Biðlaunaréttur endurvakinn Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í fyrirtækjum sem starfa á markaði tíðkast svokallaðir starfslokasamningar. Sama gildir um ýmsar stofnanir á vegum hins opinbera. Sérstaklega þær sem starfa sem hlutafélög. Ástæðan fyrir því að þessar stofnanir voru gerðar að hlutafélögum var einmitt sú að með því móti yrði unnt að hafa réttindi af hinum almenna starfsmanni sem margir sáu – og sjá enn - ofsjónum yfir að skuli eiga sér einhverja vörn í lögum. En jafnframt var takmarkið að finna fyrirkomulag sem tryggði að stjórnendur yrðu frjálsari að hygla toppunum í launum og fríðindum. Ekki þótti þó nóg að gert með hlutafélagavæðingu tiltekinna stofnana heldur var lögum líka breytt með þetta tvennt í huga, að verja hag stjórnenda en draga jafnframt úr réttindum hins almenna launamanns. Þetta var gert á afgerandi hátt árið 1996 með breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þá voru numin brott lagaákvæði um biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna en embættismennirnir látnir óhreyfðir í sérstökum bálki sem einvörðungu tók til þeirra.Segja upp sjálf en fá himinhá starfslok Fáir virðast kippa sér upp við tugmilljóna króna starfslokasamninga til toppanna í opinberu hlutafélögunum, jafnvel þótt þeir segi sjálfir upp starfi sínu. Sama gildir um sveitarstjóra og ýmsa toppa hjá ríki og bæ sem sjálfir segja upp! Hvers vegna í ósköpunum á þetta fólk að fá himinháa starfslokasamninga? Öðru gildir um lögbundinn biðlaunarétt embættismanna. Hann tel ég vera fullkomlega réttmætan. Hann á hins vegar að gilda um alla. Samkvæmt lögunum sem giltu til 1996 átti starfsmaður sem starfað hefur í fimmtán ár rétt á ársbiðlaunum en hafði hann starfað skemur, átti hann rétt á hálfs árs biðlaunum.Eðlilegur hluti af starfskjörum Að mínu mati á það að vera eðlilegur hluti af starfskjörum hvers vinnandi einstaklings að njóta einhverrar aðlögunar við að ganga inn í annað efnahagsumhverfi sem iðulega verður við starfsmissi – sem ekki er af hans eigin völdum – og felur oft í sér atvinnuleysi tímabundið eða til lengri tíma. Vegna þessa hef ég lagt fram frumvarp til að endurvekja biðlaunarétt almennra opinberra starfsmanna sem þeir njóti ef þeir missa starf sitt vegna skipulagsbreytinga. Með þessu móti yrði endurvakinn réttur sem illu heilli var afnuminn árið 1996.Rétturinn taki til alls vinnumarkaðarins Ég er þeirrar skoðunar að biðlaunaréttur eigi að taka til alls vinnumarkaðarins, ekki aðeins starfsmanna ríkisins. Það er fráleitt að smíða kerfi sniðið að þörfum og óskum þeirra sem best hafa kjörin en naga þau af hinum sem minna hafa. Því miður getur umrætt frumvarp aðeins tekið til starfsmanna ríkins, réttindi annarra, einnig starfsmanna sveitarfélaganna þarf að tryggja við samningaborð. Það er löngu tímabært að snúa vörn í sókn og styrkja réttindakerfi launafólks. Í stað þess að hafa réttindi af fólki eins og viðkvæðið hefur verið alltof lengi ber að styrkja starfsöryggi launafólks.Deilumál verði leyst á jafnræðisgrunni Stundum er því haldið fram að „mannauðsmál“ eins og í tísku er í seinni tíð að kalla starfsmannamál, hafi færst til betri vegar hin síðari ár með tilkomu sérstakra manauðssérfræðinga í stofnunum og fyrirtækjum. Þetta tel ég vera alrangt. Almennt eru opinberir vinnustaðir harðneskjulegri en þeir voru fyrir tíð mannauðsfræðinganna og vísindalegrar píramídastjórnunar að ofan. Áður var algengara að reyna að leysa málin með aðkomu trúnaðarmanna verkalýðsfélaganna við sameiginlegt borð. Ég held að það yrði gæfuspor að halda aftur inn í fyrirkomulag samræðu þar sem jafningjar leysa málin – viðkomandi stjórnendur og verkalýðsfélag í stað þess að færa öll völd í hendur meintra „sérfæðinga“ í mannlegri breytni.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar