Myndlistin gerir mig sterkan og lífið skemmtilegra magnús guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 15:00 Þessi viðurkenning hvetur mig áfram í minni listsköpun, segir Karl Guðmundsson myndlistarmaður. Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Akureyringurinn Karl Guðmundsson er listamaður ársins 2015 hjá List án landamæra Listahátíð sem er meðal stærstu utangarðslistahátíða í Evrópu og er haldin árlega á landsvísu. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum og stuðlar að jafnrétti í menningarlífinu. Markmið hátíðarinnar er að brjóta niður múra milli samfélagshópa og gerir það m.a. með því að stuðla að samstarfi listamanna með ólíkan bakgrunn. Við listsköpun sína nýtir Karl aðstoðarmenn ýmist við að dýfa pensli og setja í hönd eða þekja dekk hjólastóls af málningarefnum sem hann ekur um verkflötinn á gólfi. Þannig verða til mögnuð verk með dekkjaförunum einum. Karl segir að það hafi verið Rósa Kristín Júlíusdóttir, fyrsti myndlistarkennarinn hans, sem vakti myndlistaráhugann. „Hún hafði trú á mér og tók mér eins og hverjum öðrum nemanda. Þessi byrjun, þegar ég var sex ára, fyrir 22 árum varð til þess að ég hélt áfram að læra hjá Rósu og síðustu átta árin höfum við unnið saman sem vinir í listinni. Við hittumst alltaf á sunnudögum og vinnum saman. Að fá þessa viðurkenningu núna er mjög mikilvæg fyrir mig og hvetur mig áfram. Ég er að sýna með list minni að fatlaðir geta skapað eins og aðrir. Mér finnst myndlistin gera mig sterkan. Listin gerir lífið skemmtilegra og mig hæfari að lifa lífinu sem einstaklingur.“ Karl hefur fullan hug á því að halda áfram að vinna í myndlistinni enda er það honum mikilvægt að geta skapað. „Ég nýti myndlistina til þess að skapa og hún auðgar líf mitt. Ég finn fyrir gleði þegar ég get notað hendurnar til að mála og leira. Ég hanna líka hluti, t.d. töskur, og ég nýt þess þegar ég sé að það sem ég bý til gagnast og gleður líka aðra. Þessi tilnefning er mér mjög mikilvæg og ég veit að árið 2015 verður örugglega ögrandi og skemmtilegt. Ég tek þátt í nokkrum sýningum, bæði í Reykjavík og hér heima. Til dæmis koma finnskir listamenn, sem við sýndum með í Norræna húsinu í fyrravor, hingað til Akureyrar og sýna með okkur Rósu í ágúst. Það er frábær hópur, bæði myndlistarfólk og danshópur.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira