Listakona sem enginn má missa af Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2015 14:30 Sópransöngkonurnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Maria Lyudko skemmtu sér vel við undirleik Konstantins Ganshin í síðustu viku. VISIR/GVA Maria Germanovna Lyudko sópransöngkona frá Pétursborg heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Með henni er píanóleikarinn Konstantin Ganshin, en hann er Íslendingum að góðu kunnur þar sem hann opnaði Norðurljósasal Hörpu í maí 2011. Klarinettuleikarinn Georges Devardini leikur einnig með þeim á tónleikunum en hann er eiginmaður Mariu Lyudko. Síðastliðinn fimmtudag var Maria Lyudko með masterclass í Norræna húsinu þar sem mun færri komust að en vildu. Á föstudeginum var hún svo með einkatíma og var Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona á meðal þeirra sem komu í tíma. „Ég skellti mér bara í söngtíma þrátt fyrir aldur og fyrri störf,“ segir Diddú og hlær. „Það var alveg frábært því við erum að syngja sama fag, eins og sagt er í þessum bransa, og við náðum gríðarlega vel saman. Ég skemmti mér hið minnsta alveg konunglega enda er þetta alveg hreint dásamleg listakona sem enginn má láta fram hjá sér fara. Núna vona ég bara að hún komi sem oftast hingað til okkar því það er alveg frábært að fá svona gesti.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Maria Germanovna Lyudko sópransöngkona frá Pétursborg heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Með henni er píanóleikarinn Konstantin Ganshin, en hann er Íslendingum að góðu kunnur þar sem hann opnaði Norðurljósasal Hörpu í maí 2011. Klarinettuleikarinn Georges Devardini leikur einnig með þeim á tónleikunum en hann er eiginmaður Mariu Lyudko. Síðastliðinn fimmtudag var Maria Lyudko með masterclass í Norræna húsinu þar sem mun færri komust að en vildu. Á föstudeginum var hún svo með einkatíma og var Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona á meðal þeirra sem komu í tíma. „Ég skellti mér bara í söngtíma þrátt fyrir aldur og fyrri störf,“ segir Diddú og hlær. „Það var alveg frábært því við erum að syngja sama fag, eins og sagt er í þessum bransa, og við náðum gríðarlega vel saman. Ég skemmti mér hið minnsta alveg konunglega enda er þetta alveg hreint dásamleg listakona sem enginn má láta fram hjá sér fara. Núna vona ég bara að hún komi sem oftast hingað til okkar því það er alveg frábært að fá svona gesti.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira