Sýnir hjarta úr gleri og fleiri líffæri á degi elskenda Magnús Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2015 10:15 Sigga Heimis hönnuður segir margt með líffærum og glerverkum. Fréttablaðið/Andri Marinó Í dag kl. 14 verður efnt til málþings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjafar og einnig Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún leggur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgun og það eru allar skoðanir velkomnar. Frændi minn Sindri Sindrason sjónvarpsmaður ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin framsöguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleikum að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhaldinu hef ég kynnt mér þetta mikilvæga málefni sem lífæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári síðan og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim formerkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar myndir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjaldslaust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.” Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í dag kl. 14 verður efnt til málþings um gildi líffæragjafa í tengslum við sýningu Siggu Heimis hönnuðar og Ella Egilssonar myndlistarmanns sem nú sýna glerlistaverk og teikningar af líffærum í húsakynnum Hannesarholts. Á meðal þátttakenda verða bæði líffæraþegar og líffæragjafar og einnig Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lést í janúar á síðasta ári og varð líffæragjafi daginn eftir. Sigga Heimis hönnuður er á bak við málþingið og hún leggur áherslu á að þetta verði opið og óformlegt. „Við erum fyrst og fremst að fara að koma saman og ræða þessi mál enda brenna þau á mörgun og það eru allar skoðanir velkomnar. Frændi minn Sindri Sindrason sjónvarpsmaður ætlar að koma og stjórna umræðunum og það verða í raun engin framsöguerindi. Ég byrjaði sjálf að hugsa um þessi mál út frá glerlistinni en 2007 var haft samband við mig frá Corning Museum of Glass sem er stærsta glerlistasafn í heimi. Þau voru að falast eftir hugmyndum að verkum frá mér og þá æxlaðist það þannig að ég fór að hugsa um líkindin á milli glers og líffæra. Bæði búa yfir þessum eiginleikum að geta verið í senn gríðarlega sterk og ákaflega viðkvæm, allt eftir því hvernig með þau er farið og þau eru meðhöndluð. Ég byrjaði að prófa mig áfram og í framhaldinu hef ég kynnt mér þetta mikilvæga málefni sem lífæragjafir eru og viljað vekja athygli á því sem víðast. Ég sýndi þessi verk í Stokkhólmi fyrir um ári síðan og þeir gáfu mér í rauninni öll verkin með þeim formerkjum að ég má ekki selja þau áfram. Þau fá því öll að fylgjast að í heild og það gleður mig. Mig langaði til þess að sýna þessi verk hérna heima og vissi af Ella og því sem hann er að gera. Það eru afskaplega fallegar myndir og hann alveg yndislegur. Í framhaldinu hafði ég samband við Hannesarholt og þau hafa opnað dyr sínar fyrir okkur endurgjaldslaust þar sem við sýnum bæði og höldum málþingið í dag á sjálfan Valentínusardaginn. Okkur finnst fara afskaplega vel á því að vera með þetta í dag á þessum degi málefna hjartans – þessa sterka en viðkvæma líffæris. Að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir.”
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp