Lífið

Óvíst hvort staðgengill finnist

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björn Steinbekk segir allskostar óvíst hvort erlend hljómsveit muni fylla skarð TV On The Radio á hátíðinni. Ástæða þess er að óvíst er hvort hægt sé að fljúga sveitum til landsins.
Björn Steinbekk segir allskostar óvíst hvort erlend hljómsveit muni fylla skarð TV On The Radio á hátíðinni. Ástæða þess er að óvíst er hvort hægt sé að fljúga sveitum til landsins.
Björn Steinbekk, einn skipuleggjenda Sónar tónlistarhátiðarinnar, segir allskostar óvíst hvort erlend hljómsveit muni fylla skarð TV On The Radio á hátíðinni. Ástæða þess er að óvíst er hvort hægt sé að fljúga sveitum til landsins.

„Hann fékk blóðtappa og við því er lítið að gera,“ segir Björn. Aðstandendur hátíðarinnar eru sem stendur að líta í kringum sig að öðrum flytjanda til að taka stað Brooklyn-sveitarinnar.

Samkvæmt Birni er málið allt í vinnslu. Fyrirvarinn er ekki mikill en það sem skapar mest vandræði er að meira og minna öll flugsæti og hótel eru uppbókuð. Hann bætir við að það að finna flug frá Ameríku sé afar erfitt og næsta vonlaust að finna gistingu fyrir fólk.

Ekki er útilokað að íslensk hljómsveit muni bjarga málunum. „Mér sýnist að þetta verði snúið en við verðum bara að vinna í þessu og sjá hvað gerist,“ segir Björn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×