Hvað viltu mér með þetta frelsi þitt? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 09:00 Við Íslendingar erum öll saman kóngar. Við búum á eyju, við höfum í fermetrum meira pláss en flest allir aðrir í heiminum og við erum sjálfhverf. Við tökum pláss, við viljum eiga landskika, við viljum vera sjálfstæð. Við viljum vera frjáls. Margir hverjir hafa í áranna rás lofsamað skáldsagnapersónuna Bjart í Sumarhúsum sem setur sjálfstæðið og frelsið hærra öllum öðrum gildum, og gengur ansi langt til að ná markmiðum sínum. En hvað kostar þetta frelsi hans? Það kostar mannslíf og það kostar lífsgæði margra, og þá er spurningin, hvaða gildi eiga að koma fyrst? Óskert frelsi og sjálfstæði, eða mannúð? Margir virðast missa af því að sennilega hefur Halldór Laxness skrifað þennan mann með kaldhæðnislegum grunntóni enda missir Bjartur allt sitt. Hugmyndir margra um frelsi tengjast hugmyndum um ameríska drauminn. Ameríski draumurinn varð til á 19. öld með miklum innflytjendastraumi til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, þar sem til var gras í haga og möguleikar fyrir flesta, þar sem hægt var að rísa úr fátækt í velsæld með dugnaði og vinnusemi. Í ameríska draumnum óma orð Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna frá 1776 um að allir menn séu skapaðir jafnir. Samkvæmt þessum orðum eigum við öll jafna möguleika og getum öll komist jafn langt. En er það í raun svo? Ég vil benda á ástandið í landi ameríska draumsins, Bandaríkjunum. Stéttaskipting eykst frá ári til árs og það er nær ómögulegt fyrir fátækan einstakling að færast yfir í miðstétt, hvað þá í yfirstétt auðugra. Ameríski draumurinn er þar með molnaður, dauður, grafinn. Samt er hann enn nýttur í pólitískum tilgangi þar sem ríkir vilja enn frekari möguleika til að verða ríkari, þar sem þeir vilja deila minna og minna með sér. Og þetta kallast þar „frelsi“. En er það frelsi þegar flestir fæðast inn í samfélagsstétt og halda sig að öllum líkindum þar í gegnum ævina? Þar sem örlög þín ákvarðast við fæðingu? Dr. Martin Luther King jr. sagði að enginn væri frjáls fyrr en allir væru frjálsir, og ég er því sammála. Hvar er hreyfanleikinn sem ameríski draumurinn snýst um? Ef menntun kostar blóðprís mun aðeins yfirstéttin geta menntað sig og í nútímasamfélagi er menntun nánast nauðsynleg til að komast í áhrifamiklar stjórnunarstöður og þannig er staðan í Bandaríkjunum. Ef heilbrigðiskerfið verður einkavætt mun skapast stéttaskipting í gæðum læknisþjónustu, þeir ríku fá betri lækningu en hinir. Er það frelsi, og ef svo er, frelsi hverra? Ég vil skilja á milli tveggja hugmynda um frelsi. Á milli frelsis til og frelsis frá. Hugmyndin um frelsi til snýst um að hinir ríku fái frelsi til að verða ríkari og gefa minna til samfélagsins. Frelsi frá snýst um að allar manneskjur njóti frelsis frá fátækt og eymd þar sem allar manneskjur hafa jafna möguleika. Í samfélögum þar sem menntakerfið og heilbrigðiskerfið er opinbert og niðurgreitt hafa flestar manneskjur möguleika á að færa sig á milli stétta, þar getum við verið jöfn. Svona hefur ástandið verið árum saman í Skandinavíu og því legg ég til að endurnefna ameríska drauminn skandinavíska drauminn.Ísland á tímamótum Ísland er á tímamótum. Fjöldinn allur af ungu fólki vill flytja á brott því það hræðist framhaldið. Margir sem eru nýskriðnir úr námi eru í barneignahugleiðingum og eiga erfitt með að sjá fyrir sér góða framtíð þar sem hagsmunir þeirra ríkustu fá að ráða öllu. Þetta land þarf þessa kynslóð og hún er á förum. Því miður hefur það verið svo að íslenskir kjósendur kjósa með gleraugum ameríska draumsins þá flokka sem munu þjóna þeim þegar þeir komast á leiðarenda í velmegun og ríkidæmi. Þetta gerir það að verkum að þessi leiðarendi fjarlægist með öruggum takti. Hvort viljum við aukna stéttaskiptingu og aukið bil á milli ríkra og fátækra þar sem hinir ríku verða ríkari og eymdin eykst meðal hinna fátæku eins og í Bandaríkjunum, eða jöfnuð þar sem allir geta unnið sig upp og látið drauma sína rætast, eins og í Skandinavíu? Það er augljóst hvert ríkisstjórnin stefnir með okkur. Kæri kjósandi, kæri pólitíski kraftur, kæri aktivisti, þetta er í þínum höndum. Hvernig samfélag viltu skapa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum öll saman kóngar. Við búum á eyju, við höfum í fermetrum meira pláss en flest allir aðrir í heiminum og við erum sjálfhverf. Við tökum pláss, við viljum eiga landskika, við viljum vera sjálfstæð. Við viljum vera frjáls. Margir hverjir hafa í áranna rás lofsamað skáldsagnapersónuna Bjart í Sumarhúsum sem setur sjálfstæðið og frelsið hærra öllum öðrum gildum, og gengur ansi langt til að ná markmiðum sínum. En hvað kostar þetta frelsi hans? Það kostar mannslíf og það kostar lífsgæði margra, og þá er spurningin, hvaða gildi eiga að koma fyrst? Óskert frelsi og sjálfstæði, eða mannúð? Margir virðast missa af því að sennilega hefur Halldór Laxness skrifað þennan mann með kaldhæðnislegum grunntóni enda missir Bjartur allt sitt. Hugmyndir margra um frelsi tengjast hugmyndum um ameríska drauminn. Ameríski draumurinn varð til á 19. öld með miklum innflytjendastraumi til Bandaríkjanna í leit að betra lífi, þar sem til var gras í haga og möguleikar fyrir flesta, þar sem hægt var að rísa úr fátækt í velsæld með dugnaði og vinnusemi. Í ameríska draumnum óma orð Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna frá 1776 um að allir menn séu skapaðir jafnir. Samkvæmt þessum orðum eigum við öll jafna möguleika og getum öll komist jafn langt. En er það í raun svo? Ég vil benda á ástandið í landi ameríska draumsins, Bandaríkjunum. Stéttaskipting eykst frá ári til árs og það er nær ómögulegt fyrir fátækan einstakling að færast yfir í miðstétt, hvað þá í yfirstétt auðugra. Ameríski draumurinn er þar með molnaður, dauður, grafinn. Samt er hann enn nýttur í pólitískum tilgangi þar sem ríkir vilja enn frekari möguleika til að verða ríkari, þar sem þeir vilja deila minna og minna með sér. Og þetta kallast þar „frelsi“. En er það frelsi þegar flestir fæðast inn í samfélagsstétt og halda sig að öllum líkindum þar í gegnum ævina? Þar sem örlög þín ákvarðast við fæðingu? Dr. Martin Luther King jr. sagði að enginn væri frjáls fyrr en allir væru frjálsir, og ég er því sammála. Hvar er hreyfanleikinn sem ameríski draumurinn snýst um? Ef menntun kostar blóðprís mun aðeins yfirstéttin geta menntað sig og í nútímasamfélagi er menntun nánast nauðsynleg til að komast í áhrifamiklar stjórnunarstöður og þannig er staðan í Bandaríkjunum. Ef heilbrigðiskerfið verður einkavætt mun skapast stéttaskipting í gæðum læknisþjónustu, þeir ríku fá betri lækningu en hinir. Er það frelsi, og ef svo er, frelsi hverra? Ég vil skilja á milli tveggja hugmynda um frelsi. Á milli frelsis til og frelsis frá. Hugmyndin um frelsi til snýst um að hinir ríku fái frelsi til að verða ríkari og gefa minna til samfélagsins. Frelsi frá snýst um að allar manneskjur njóti frelsis frá fátækt og eymd þar sem allar manneskjur hafa jafna möguleika. Í samfélögum þar sem menntakerfið og heilbrigðiskerfið er opinbert og niðurgreitt hafa flestar manneskjur möguleika á að færa sig á milli stétta, þar getum við verið jöfn. Svona hefur ástandið verið árum saman í Skandinavíu og því legg ég til að endurnefna ameríska drauminn skandinavíska drauminn.Ísland á tímamótum Ísland er á tímamótum. Fjöldinn allur af ungu fólki vill flytja á brott því það hræðist framhaldið. Margir sem eru nýskriðnir úr námi eru í barneignahugleiðingum og eiga erfitt með að sjá fyrir sér góða framtíð þar sem hagsmunir þeirra ríkustu fá að ráða öllu. Þetta land þarf þessa kynslóð og hún er á förum. Því miður hefur það verið svo að íslenskir kjósendur kjósa með gleraugum ameríska draumsins þá flokka sem munu þjóna þeim þegar þeir komast á leiðarenda í velmegun og ríkidæmi. Þetta gerir það að verkum að þessi leiðarendi fjarlægist með öruggum takti. Hvort viljum við aukna stéttaskiptingu og aukið bil á milli ríkra og fátækra þar sem hinir ríku verða ríkari og eymdin eykst meðal hinna fátæku eins og í Bandaríkjunum, eða jöfnuð þar sem allir geta unnið sig upp og látið drauma sína rætast, eins og í Skandinavíu? Það er augljóst hvert ríkisstjórnin stefnir með okkur. Kæri kjósandi, kæri pólitíski kraftur, kæri aktivisti, þetta er í þínum höndum. Hvernig samfélag viltu skapa?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun