Efast um að verða dansandi prestur Magnús Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2015 13:45 Saga Sigurðardóttir og dansarar Íslenska dansflokksins hafa unnið saman að verkinu frá því í haust með súfisma að leiðarljósi. Vísir/Ernir Taugar er hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn tekur þátt í hátíðinni. Annar af tveimur danshöfundum sýningarinnar er Saga Sigurðardóttir en síðustu átta ár hefur hún starfað sem framsækinn danslistamaður og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Verk Sögu sem frumsýnt er í kvöld kallast Blýkufl og hún hefur unnið að því ásamt dönsurum dansflokksins síðan í haust en þetta er jafnframt fyrsta verkið sem hún vinnur fyrir dansflokkinn. „Þegar ég byrjaði að vinna þetta verk var ég ákaflega innblásin af súfisma sem er ákveðinn angi af íslamstrú. Súfismi felur í sér ákveðnar helgiathafnir og það eru í raun nokkur ólík form sem eru ástunduð. Það þekktasta er líklega frá Tyrklandi þar sem iðkendurnir snúast í hringi og kuflarnir sveiflast í kringum þá. Þetta er ekki allt svona sjónrænt en á það samt sameiginlegt að vera alltaf líkamlegar athafnir. Að komast í snertingu við almættið í gegnum líkamlega hreyfingu og áreynslu. Eitt af því sem vakti athygli mína er að þetta er karlaheimur sem er í raun að fást við það sem er almennt álitið fremur kvenlægt. Markmiðið er að sleppa tökunum og nálgast alheimsást og kærleik í gegnum þessar líkamlegu athafnir og ritúalið. En svo eru súfistahreyfingarnar óneitanlega jaðarhreyfingar sem setur þetta allt í samhengi við það sem við þekkjum þar sem hið kvenlæga er jaðarsett í veröldinni.“ Saga nam danssmíðar við ArtEZ-listaháskólann í Hollandi og kom heim fyrir átta árum og á síðustu árum hefur hún lagt stund á guðfræði samhliða því að vinna að sinni listsköpun. „Satt best að segja þá man ég ekki hvernig stendur á því að ég fór að hugsa um súfisma í tengslum við dansinn. Eflaust er það nú eitthvað tengt því sem ég hef verið að lesa í guðfræðinni. Ég lofa því nú ekki að ég komi til með að verða dansandi prestur þegar fram líða stundir, það er reyndar alls ekkert víst að ég verði prestur, en ég efast samt ekki um að það er tenging á milli dansins og almættisins. Þetta er kannski orsök þess að í þessu verki erum við að leita að fegurð í gegnum áskoranir.“ Blýkufl eftir Sögu er hluti af sýningunni Taugar ásamt verkinu Liminal eftir Karol Tyminski. „Við unnum þessi verk alveg sitt í hvoru lagi en það er svo skrýtið að engu að síður er samt einhver strengur á milli þeirra, einhver sameiginleg taug. Framundan er frumsýning í kvöld og svo er bara að snúa sér að næstu verkefnum. Ég er að vinna með leikhóp sem kallast 16 elskendur og þar eru saman komnir listamenn úr ólíkum áttum. Verkið kallast Minnisvarði og útgangspunktur þess verkefnis er sjónarspilið og sjálfið svo ég held áfram að vinna á svipuðum slóðum án þess að það hafi verið planað sérstaklega. Við stefnum að frumsýningu í mars svo það verður nóg að gera á næstunni.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Taugar er hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival en þetta er í fyrsta skiptið sem flokkurinn tekur þátt í hátíðinni. Annar af tveimur danshöfundum sýningarinnar er Saga Sigurðardóttir en síðustu átta ár hefur hún starfað sem framsækinn danslistamaður og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Verk Sögu sem frumsýnt er í kvöld kallast Blýkufl og hún hefur unnið að því ásamt dönsurum dansflokksins síðan í haust en þetta er jafnframt fyrsta verkið sem hún vinnur fyrir dansflokkinn. „Þegar ég byrjaði að vinna þetta verk var ég ákaflega innblásin af súfisma sem er ákveðinn angi af íslamstrú. Súfismi felur í sér ákveðnar helgiathafnir og það eru í raun nokkur ólík form sem eru ástunduð. Það þekktasta er líklega frá Tyrklandi þar sem iðkendurnir snúast í hringi og kuflarnir sveiflast í kringum þá. Þetta er ekki allt svona sjónrænt en á það samt sameiginlegt að vera alltaf líkamlegar athafnir. Að komast í snertingu við almættið í gegnum líkamlega hreyfingu og áreynslu. Eitt af því sem vakti athygli mína er að þetta er karlaheimur sem er í raun að fást við það sem er almennt álitið fremur kvenlægt. Markmiðið er að sleppa tökunum og nálgast alheimsást og kærleik í gegnum þessar líkamlegu athafnir og ritúalið. En svo eru súfistahreyfingarnar óneitanlega jaðarhreyfingar sem setur þetta allt í samhengi við það sem við þekkjum þar sem hið kvenlæga er jaðarsett í veröldinni.“ Saga nam danssmíðar við ArtEZ-listaháskólann í Hollandi og kom heim fyrir átta árum og á síðustu árum hefur hún lagt stund á guðfræði samhliða því að vinna að sinni listsköpun. „Satt best að segja þá man ég ekki hvernig stendur á því að ég fór að hugsa um súfisma í tengslum við dansinn. Eflaust er það nú eitthvað tengt því sem ég hef verið að lesa í guðfræðinni. Ég lofa því nú ekki að ég komi til með að verða dansandi prestur þegar fram líða stundir, það er reyndar alls ekkert víst að ég verði prestur, en ég efast samt ekki um að það er tenging á milli dansins og almættisins. Þetta er kannski orsök þess að í þessu verki erum við að leita að fegurð í gegnum áskoranir.“ Blýkufl eftir Sögu er hluti af sýningunni Taugar ásamt verkinu Liminal eftir Karol Tyminski. „Við unnum þessi verk alveg sitt í hvoru lagi en það er svo skrýtið að engu að síður er samt einhver strengur á milli þeirra, einhver sameiginleg taug. Framundan er frumsýning í kvöld og svo er bara að snúa sér að næstu verkefnum. Ég er að vinna með leikhóp sem kallast 16 elskendur og þar eru saman komnir listamenn úr ólíkum áttum. Verkið kallast Minnisvarði og útgangspunktur þess verkefnis er sjónarspilið og sjálfið svo ég held áfram að vinna á svipuðum slóðum án þess að það hafi verið planað sérstaklega. Við stefnum að frumsýningu í mars svo það verður nóg að gera á næstunni.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira