Talandi ljóðskáld í vetrarmyrkrinu Magnús Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2015 13:00 "Að mæla ljóðin af munni fram er mitt form og hefur í raun alltaf verið,“ segir kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski. Vísir/GVA Reykjavík er ein af bókmenntaborgum UNESCO og fagnar Vetrarhátíð með einstöku ljóðakvöldi í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar eiga skáldlegt stefnumót kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski, reykvísku skáldin Anton Helgi Jónsson og Elías Knörr ásamt tónlistarkonunni dj flugvél og geimskip. Skáldin flétta saman skáldskap hvert annars ásamt því að flytja eigið efni á sinn einstaka hátt. Öll leggja skáldin áherslu á munnlegan flutning ljóðlistar en með ólíkum áherslum. Mary Pinkoski skilgreinir sig sem „spoken word poet“ eins og hún segir sjálf. „Ég hef alltaf verið svona skáld. Ég nýt þess að koma fram og flytja mitt efni og hef alltaf verið talandi ljóðskáld. Hef í raun alltaf verið mjög upptekin og hrifin af þessu formi að segja sögur og finnst það vera ákaflega mikilvægt. Þetta er færni og arfleifð sem er mikilvægt að viðhalda og endurnýja. Ég hef verið að fást við þetta í ellefu ár og það sem ég nýt hvað best er hvernig verkin koma aftur til mín frá fólkinu og umhverfinu sem ég er að flytja þetta inn í. Hið talaða ljóð er þannig ákaflega lifandi fyrirbæri.“ Mary Pinkoski er borgarskáld Edmonton og sem borgarskáld þá skrifar hún fyrir borgina og fjallar um ýmislegt sem henni tengist. En þvert á að finnast það vera hamlandi og takmarkandi þá er hún á því að það hafi frekar orðið til þess að opna fyrir ýmsa möguleika. „Ég óttaðist kannski aðeins að ég þyrfti að fara inn í einhvern ákveðinn kassa við þetta en þvert á móti þá hefur þetta ýtt mér út ef svo má segja. Rekið mig til þess að takast á við viðfangsefni sem ég hefði kannski ekki verið að horfa til annars og leita nýrra leiða til þess að forma mín verk.“ Dagskráin á fimmtudagskvöldið er innblásin af ljósinu í vetrarmyrkrinu og hefst kl. 20.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mary hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska skammdeginu og kuldanum enda ýmsu vön frá heimalandinu. Hún tekur þó fram að hún hafi áður haft smávægileg en ánægjuleg kynni af íslenskri ljóðlist. „Ég kynntist verkum Stephans G. þegar ég kom fram í Alberta á sínum tíma og mér finnst skemmtilegt að finna þessi tengsl. Annars er nú efst í huga mér sem stendur að ég ætla að njóta dvalarinnar á Íslandi fyrir tilstilli ljóða og listar og vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta mæta á fimmtudagskvöldið.“ Menning Vetrarhátíð Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Reykjavík er ein af bókmenntaborgum UNESCO og fagnar Vetrarhátíð með einstöku ljóðakvöldi í Tjarnarsal Ráðhússins. Þar eiga skáldlegt stefnumót kanadíska ljóðskáldið Mary Pinkoski, reykvísku skáldin Anton Helgi Jónsson og Elías Knörr ásamt tónlistarkonunni dj flugvél og geimskip. Skáldin flétta saman skáldskap hvert annars ásamt því að flytja eigið efni á sinn einstaka hátt. Öll leggja skáldin áherslu á munnlegan flutning ljóðlistar en með ólíkum áherslum. Mary Pinkoski skilgreinir sig sem „spoken word poet“ eins og hún segir sjálf. „Ég hef alltaf verið svona skáld. Ég nýt þess að koma fram og flytja mitt efni og hef alltaf verið talandi ljóðskáld. Hef í raun alltaf verið mjög upptekin og hrifin af þessu formi að segja sögur og finnst það vera ákaflega mikilvægt. Þetta er færni og arfleifð sem er mikilvægt að viðhalda og endurnýja. Ég hef verið að fást við þetta í ellefu ár og það sem ég nýt hvað best er hvernig verkin koma aftur til mín frá fólkinu og umhverfinu sem ég er að flytja þetta inn í. Hið talaða ljóð er þannig ákaflega lifandi fyrirbæri.“ Mary Pinkoski er borgarskáld Edmonton og sem borgarskáld þá skrifar hún fyrir borgina og fjallar um ýmislegt sem henni tengist. En þvert á að finnast það vera hamlandi og takmarkandi þá er hún á því að það hafi frekar orðið til þess að opna fyrir ýmsa möguleika. „Ég óttaðist kannski aðeins að ég þyrfti að fara inn í einhvern ákveðinn kassa við þetta en þvert á móti þá hefur þetta ýtt mér út ef svo má segja. Rekið mig til þess að takast á við viðfangsefni sem ég hefði kannski ekki verið að horfa til annars og leita nýrra leiða til þess að forma mín verk.“ Dagskráin á fimmtudagskvöldið er innblásin af ljósinu í vetrarmyrkrinu og hefst kl. 20.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Mary hefur ekki miklar áhyggjur af íslenska skammdeginu og kuldanum enda ýmsu vön frá heimalandinu. Hún tekur þó fram að hún hafi áður haft smávægileg en ánægjuleg kynni af íslenskri ljóðlist. „Ég kynntist verkum Stephans G. þegar ég kom fram í Alberta á sínum tíma og mér finnst skemmtilegt að finna þessi tengsl. Annars er nú efst í huga mér sem stendur að ég ætla að njóta dvalarinnar á Íslandi fyrir tilstilli ljóða og listar og vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta mæta á fimmtudagskvöldið.“
Menning Vetrarhátíð Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira