HM er spilað í alvöru lúxushöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 16:45 Duhail Sports Hall vísir/afp Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar. HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti