Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson ásamt James Marsh, leikstjóra The Theory of Everything, og aðalleikurunum, Felicity Jones og Eddie Redmayne. Vísir/Getty Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á morgun og þá kemur í ljós hvort Golden Globe-hafinn Jóhann Jóhannsson verður á meðal tilnefndra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Miðað við söguna er afar líklegt að hann fái tilnefningu. Ekki nóg með það, því miklar líkur eru á því að hann hreppi sjálf Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur sá sem hefur hlotið Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarinn. Fyrir árin 2007 til 2012 voru sigurvegararnir þeir sömu á báðum hátíðunum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem sigurvegarinn, Alex Ebert fyrir myndina All Is Lost, fékk ekki Óskar. Það sem meira er, hann fékk ekki heldur Óskarstilnefningu. Slíkt hefur gerst af og til, eða í þrjú af síðustu tíu skiptum. Auk Alex Ebert hlaut Alexander Desplat ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina The Painted Veil sem kom út 2006, þrátt fyrir að hafa hampað Golden Globe-verðlaunum skömmu áður. Hann gat þó ekki kvartað of mikið því fyrir myndina The Queen, sem kom út sama ár, fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Þriðja dæmið um tónskáld sem hlaut enga Óskarstilnefningu þrátt fyrir Golden Globe-sigur er Howard Shore sem samdi tónlistina við The Aviator. Þess má geta að með sigri sínum á Golden Globe-hátíðinni skaut Jóhann heimsfrægum tónskáldum á borð við Hans Zimmer (ein Óskarsverðlaun), Alexandre Desplat (sex Óskarstilnefningar) og þeim Trent Reznor og Atticus Ross (ein Óskarsverðlaun) ref fyrir rass. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á morgun og þá kemur í ljós hvort Golden Globe-hafinn Jóhann Jóhannsson verður á meðal tilnefndra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Miðað við söguna er afar líklegt að hann fái tilnefningu. Ekki nóg með það, því miklar líkur eru á því að hann hreppi sjálf Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur sá sem hefur hlotið Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarinn. Fyrir árin 2007 til 2012 voru sigurvegararnir þeir sömu á báðum hátíðunum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem sigurvegarinn, Alex Ebert fyrir myndina All Is Lost, fékk ekki Óskar. Það sem meira er, hann fékk ekki heldur Óskarstilnefningu. Slíkt hefur gerst af og til, eða í þrjú af síðustu tíu skiptum. Auk Alex Ebert hlaut Alexander Desplat ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina The Painted Veil sem kom út 2006, þrátt fyrir að hafa hampað Golden Globe-verðlaunum skömmu áður. Hann gat þó ekki kvartað of mikið því fyrir myndina The Queen, sem kom út sama ár, fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Þriðja dæmið um tónskáld sem hlaut enga Óskarstilnefningu þrátt fyrir Golden Globe-sigur er Howard Shore sem samdi tónlistina við The Aviator. Þess má geta að með sigri sínum á Golden Globe-hátíðinni skaut Jóhann heimsfrægum tónskáldum á borð við Hans Zimmer (ein Óskarsverðlaun), Alexandre Desplat (sex Óskarstilnefningar) og þeim Trent Reznor og Atticus Ross (ein Óskarsverðlaun) ref fyrir rass.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein