Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2015 11:15 Á mánudagskvöldið, þegar boðað var til mótmæla gegn „íslamsvæðingu“, var ákveðið að Kölnardómkirkjan yrði ekki upplýst eins og venjulega. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima. Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima.
Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira