Tengingin við Ísland er mikil Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2015 09:15 "Ég held ég verði á ferðinni í hverjum mánuði fram á vor,“ segir Hugi sem býr í Kaupmannahöfn en kemur oft heim til Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Það er mikill heiður að tilheyra þeim hópi sem þessi verðlaun hefur hlotið,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld sem tók í gær við íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi forseta Íslands. Rio Tinto Alcan hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000 en þau voru fyrst veitt 1981 og þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Verðlaunin nú eru sérsmíðaður gripur úr áli frá Straumsvík og ein milljón króna. Hugi er sjálfstætt starfandi tónskáld og hefur búið í Kaupmannahöfn í 15 ár en á oft erindi heim til Íslands. „Tengingin við Ísland er mikil. Ég held ég verði á ferðinni í hverjum mánuði fram á vor,“ segir hann brosandi og kveðst til dæmis eiga konsert á lokatónleikum Myrkra músíkdaga um næstu mánaðamót. Hann vann tónsmíðakeppni Norrænna músíkdaga í Finnlandi 2013 með verki fyrir börn, byggðu á sögunni um Djáknann á Myrká, það verður flutt á sex skóla- og fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í febrúar. Síðasta vor fékk Hugi þriggja ára starfslaun frá danska ríkinu, þar sem eitt tónskáld var valið úr hverjum tónlistargeira. Það segir hann hafa verið óvænta viðurkenningu. „Ég reiknaði aldrei með að vera inni í myndinni af því ég er útlendingur,“ segir hann. „Eftir að ég hlaut styrkinn fékk ég pöntun um stærðarinnar óperu fyrir sjálfstætt starfandi kompaní sem heitir Öresundsóperan. Hún verður flutt í samstarfi við Hamletsenuna á leikhúshátíð í Hamletkastala í Helsingör í tilefni af 400 ára ártíð Shakespeare árið 2016. Ég hef alltaf nóg fyrir stafni.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Það er mikill heiður að tilheyra þeim hópi sem þessi verðlaun hefur hlotið,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld sem tók í gær við íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi forseta Íslands. Rio Tinto Alcan hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000 en þau voru fyrst veitt 1981 og þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Verðlaunin nú eru sérsmíðaður gripur úr áli frá Straumsvík og ein milljón króna. Hugi er sjálfstætt starfandi tónskáld og hefur búið í Kaupmannahöfn í 15 ár en á oft erindi heim til Íslands. „Tengingin við Ísland er mikil. Ég held ég verði á ferðinni í hverjum mánuði fram á vor,“ segir hann brosandi og kveðst til dæmis eiga konsert á lokatónleikum Myrkra músíkdaga um næstu mánaðamót. Hann vann tónsmíðakeppni Norrænna músíkdaga í Finnlandi 2013 með verki fyrir börn, byggðu á sögunni um Djáknann á Myrká, það verður flutt á sex skóla- og fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í febrúar. Síðasta vor fékk Hugi þriggja ára starfslaun frá danska ríkinu, þar sem eitt tónskáld var valið úr hverjum tónlistargeira. Það segir hann hafa verið óvænta viðurkenningu. „Ég reiknaði aldrei með að vera inni í myndinni af því ég er útlendingur,“ segir hann. „Eftir að ég hlaut styrkinn fékk ég pöntun um stærðarinnar óperu fyrir sjálfstætt starfandi kompaní sem heitir Öresundsóperan. Hún verður flutt í samstarfi við Hamletsenuna á leikhúshátíð í Hamletkastala í Helsingör í tilefni af 400 ára ártíð Shakespeare árið 2016. Ég hef alltaf nóg fyrir stafni.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira