Arsenal fékk flest stig á árinu 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2015 17:45 Gabriel, Mesut Özil og Theo Walcott fagna marki. Vísir/Getty Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27 Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Arsenal komst í fyrrakvöld á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bournemouth á Emirates-leikvanginum í London. Arsenal hefur náð í 39 stig í fyrstu 19 leikjunum og hélt síðan toppsætinu af því að Leicester tókst ekki að vinna Manchester City í gærkvöldi. Arsenal var þegar búið að tryggja sér toppsætið á öðrum lista en ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á almanaksárinu 2015. Arsenel-liðið fékk alls 81 stig á árinu því liðið náði í 42 stig í þeim 19 deildarleikjum sem fóru fram eftir áramót á síðasta tímabili. Ekkert lið fékk heldur fleiri stig en Arsenel eftir áramót í fyrra og er því Arsenal-liðið í efsta sæti á báðum listum. Manchester City fékk næstflest stig en samt níu stigum færra en Arsenal. Chelsea, sem vann enska titilinn á síðustu leiktíð, datt alla leið niður í sjöunda til áttunda sæti á árslistanum en Liverpool og Chelsea eru með jafnmörg stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Liverpool getur komist upp að hlið Manchester United í fimmta sætinu með sigri á Sundeland á útivelli í kvöld en það er síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015. Arsenal-menn unnu 25 af 38 deildarleikjum á árinu, gerðu 6 jafntefli og töpuðu 7 leikjum. Markatalan var 39 mörk í plús. West Ham gerði flest jafntefli á árinu 2015 eða fimmtán talsins, tveimur jafnteflum fleira en Everton sem kom næst.Flest stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2015: 1. Arsenal 81 2. Manchester City 72 3. Tottenham 68 4. Leicester City 67 5. Manchester United 64 6. Crystal Palace 63 7. Chelsea 61 7. Liverpool 61 9. Stoke City 58 10. Everton 52 11. Southampton 51 12. West Bromwich Albion 50 13. Swansea City 47 14. West Ham 45 15. Newcastle 30 15. Sunderland 30Flest stig eftir áramót á síðasta tímabili: 1. Arsenal 42 2. Chelsea 41 3. Manchester City 36 4. Manchester United 34 5. Liverpool 34 6. Tottenham 33 7. Crystal Palace 32 8. Stoke City 29 9. Leicester City 28 10. Swansea City 28Flest stig fyrir áramót á þessu tímabili: 1. Arsenal 39 2. Leicester City 39 3. Manchester City 36 4. Tottenham 35 5. Crystal Palace 31 6. Manchester United 30 7. West Ham 29 8. Watford 29 9. Stoke City 29 10. Liverpool 27
Enski boltinn Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira