Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 22:54 Bill Cosby leiddur fyrir dómara í dag. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið. Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið.
Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent