Frjálsari reglur í opnum fangelsum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. desember 2015 11:00 Fangelsið á Sogni er svokallað opið úrræði. Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira