Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 26-27 | Fram vann seiglusigur í kaflaskiptum leik Kristinn Páll Teitsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 14:00 Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk í dag. vísir/vilhelm Fram vann frábæran eins marka sigur í kaflaskiptum leik gegn Gróttu í undanúrslitum Flugfélag Íslands deildarbikar kvenna í handbolta í dag 27-26 en Fram mætir annað hvort Val eða ÍBV í úrslitum á morgun. Var um að ræða undanúrslitaleikinn í Flugfélag Íslands deildarbikar kvenna í handbolta en þar mætast liðin sem skipta 1-4. sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað. Framkonur mættu mun ákveðnari til leiks og komust 4-0 yfir á fyrstu fimm mínútum leiksins. Var sóknarleikur Gróttu óþekkjanlegur sem fóru oft í erfið skot eftir langar sóknir. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók snemma leikhlé í fyrri hálfleik og vakti það leikmenn liðsins til lífsins sem hófu að saxa á forskot Fram. Seltirningum tókst að komast yfir fyrir lok fyrri hálfleiks og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti en Fram tókst að minnka muninn og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 16-15 fyrir Gróttu. Grótta leiddi lengst af í seinni hálfleik en tókst illa að ná góðu forskoti og Framkonur voru aldrei langt undan og tókst þeim að jafna metin og komast yfir með góðum tíu mínútna kafla stuttu fyrir leikslok. Gróttukonur reyndu hvað þær gátu á lokamínútum leiksins að jafna metin en sóknarleikur liðsins var stirður og var greinilegt að þær söknuðu Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttar og Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttar í dag. Lauk leiknum með eins marka sigri Fram, 27-26, og fara Framkonur því í úrslit þar sem þær fá tækifæri til þess að verja titilinn sem þær unnu á síðasta tímabili. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með níu mörk á meðan Sunna María Einarsdóttir fór fyrir liði Gróttu með sjö mörk. Ragnheiður: Vorum ákveðnar í að svara fyrir tapið í nóvember„Þetta var mjög kaflaskipt, við vorum ákveðnar í vinna þetta og að svara fyrir leik liðanna í deildinni á dögunum,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, skytta Fram, kampakát að leikslokum. „Við grúttöpuðum þeim leik og ég persónulega hugsaði að ég ætlaði ekki að spila jafn illa og þá. Ég held að allt liðið hafi farið inn í leikinn með þetta hugarfar og það skilaði sér í spilamennskunni.“ Framkonur mættu afar ákveðnar til leiks og voru með mikla yfirburði í upphafi leiksins eftir sex vikna hvíld. „Við erum búnar að æfa á fullu þrátt fyrir fríið og við slökuðum ekkert á. Við börðumst allan leikinn og varnarleikurinn var lengst af til fyrirmyndar. Hann gerði útslagið hérna undir lokin.“ Ragnheiður vonaðist til þess að þessi sigur sýndi liðinu að þær geti unnið öll lið landsins. „Það vilja allir sigra Gróttu og það er frábært að sigra þær. Það geta allir unnið alla í þessari deild og þessi leikur sýndi að dagsformið skiptir miklu máli.“ Kári: Verið að rífa mann úr jólasteikinni„Við erum ekkert sérstaklega ánægð með tap. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að vera að gera alltaf sömu mistökin á lokamínutum leiksins,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, svekktur að leikslokum. „Við vorum að kasta boltanum frá okkur full auðveldlega og gerðum mistök í varnarleiknum sem var algjör óþarfi eftir annars góðan leik.“ Kári var ánægður með margt í leik Gróttu í dag en slök spilamennska í upphafi og lok leiksins kostaði liðið að lokum. „Við hefðum verið voðalega fegin hefði þessi leikur verið tvisvar 25 mínútur, þá værum við á leiðinni í úrslitin. Í upphafi leiks gengur ekkert og svo aftur undir lokin en á sama tíma hrekkur Fram í gír.“ Kári var léttur þegar hann var spurður út í hvort þessi keppni væri grýla fyrir Gróttu en þetta er annað árið í röð sem Grótta dettur út í undanúrslitunum. „Þetta er grýla á Nesinu og stóra vígið sem verður að vinnast,“ sagði Kári brosandi áður en hann fór í aðra átt: „Það er auðvitað alltaf ágætt að koma í þessa keppni en hún er barn síns tíma. Það er verið að rífa mann úr jólasteikinni sem er óþarfi en leikurinn var fínn eftir sex vikna pásu.“ Þetta var fyrsti leikur Gróttu frá því 21. nóvember og mátti því eðlilega sjá eitthvað ryð í leik liðsins. „Þetta er fyndið fyrirkomulag, að koma og eiga að spila tvo leiki á tveimur dögum beint eftir hamborgarahrygginn og konfektið en svona er þetta. Við lifum þetta alveg af og stelpurnar fara bara í styrktaræfingar á morgun í staðin.“ Það vakti athygli að Anna Úrsúla var á leikskýrslu í dag en hún kom ekkert við sögu. Kári sagði að það ætti sér eðlilega skýringu. „Anna er tæp, hún finnur til í bakinu og ég hvíldi hana til þess að hún yrði klár fyrir deildarkeppnina. Svo vantar okkur Þóreyju og Önnu Ástu en ég vill ekki kenna því um þetta tap.“ Stefán: Margt jákvætt í spilamennskunni í dag„Ég get ekki verið annað en ánægður með spilamennskuna eftir eins og hálfs mánaðar pásu. Það var margt jákvætt í leik okkar í dag,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sáttur að leikslokum. „Við byrjum leikinn mjög vel og leiddum fyrstu tuttugu en við misstum Gróttu aðeins fram úr okkur eftir það. Síðustu fimmtán mínútur leiksins voru hinsvegar mjög flottar hjá leikmönnunum.“ Leikurinn var kaflaskiptur en Stefán sá margt jákvætt í dag. „Við ætluðum að nota þennan leik til þess að spila hratt og við náðum því. Það var mikill hraði í leiknum og við fengum góða æfingu úr leiknum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Fram vann frábæran eins marka sigur í kaflaskiptum leik gegn Gróttu í undanúrslitum Flugfélag Íslands deildarbikar kvenna í handbolta í dag 27-26 en Fram mætir annað hvort Val eða ÍBV í úrslitum á morgun. Var um að ræða undanúrslitaleikinn í Flugfélag Íslands deildarbikar kvenna í handbolta en þar mætast liðin sem skipta 1-4. sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað. Framkonur mættu mun ákveðnari til leiks og komust 4-0 yfir á fyrstu fimm mínútum leiksins. Var sóknarleikur Gróttu óþekkjanlegur sem fóru oft í erfið skot eftir langar sóknir. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók snemma leikhlé í fyrri hálfleik og vakti það leikmenn liðsins til lífsins sem hófu að saxa á forskot Fram. Seltirningum tókst að komast yfir fyrir lok fyrri hálfleiks og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti en Fram tókst að minnka muninn og fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 16-15 fyrir Gróttu. Grótta leiddi lengst af í seinni hálfleik en tókst illa að ná góðu forskoti og Framkonur voru aldrei langt undan og tókst þeim að jafna metin og komast yfir með góðum tíu mínútna kafla stuttu fyrir leikslok. Gróttukonur reyndu hvað þær gátu á lokamínútum leiksins að jafna metin en sóknarleikur liðsins var stirður og var greinilegt að þær söknuðu Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttar og Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttar í dag. Lauk leiknum með eins marka sigri Fram, 27-26, og fara Framkonur því í úrslit þar sem þær fá tækifæri til þess að verja titilinn sem þær unnu á síðasta tímabili. Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með níu mörk á meðan Sunna María Einarsdóttir fór fyrir liði Gróttu með sjö mörk. Ragnheiður: Vorum ákveðnar í að svara fyrir tapið í nóvember„Þetta var mjög kaflaskipt, við vorum ákveðnar í vinna þetta og að svara fyrir leik liðanna í deildinni á dögunum,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, skytta Fram, kampakát að leikslokum. „Við grúttöpuðum þeim leik og ég persónulega hugsaði að ég ætlaði ekki að spila jafn illa og þá. Ég held að allt liðið hafi farið inn í leikinn með þetta hugarfar og það skilaði sér í spilamennskunni.“ Framkonur mættu afar ákveðnar til leiks og voru með mikla yfirburði í upphafi leiksins eftir sex vikna hvíld. „Við erum búnar að æfa á fullu þrátt fyrir fríið og við slökuðum ekkert á. Við börðumst allan leikinn og varnarleikurinn var lengst af til fyrirmyndar. Hann gerði útslagið hérna undir lokin.“ Ragnheiður vonaðist til þess að þessi sigur sýndi liðinu að þær geti unnið öll lið landsins. „Það vilja allir sigra Gróttu og það er frábært að sigra þær. Það geta allir unnið alla í þessari deild og þessi leikur sýndi að dagsformið skiptir miklu máli.“ Kári: Verið að rífa mann úr jólasteikinni„Við erum ekkert sérstaklega ánægð með tap. Við gerðum okkur erfitt fyrir með því að vera að gera alltaf sömu mistökin á lokamínutum leiksins,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, svekktur að leikslokum. „Við vorum að kasta boltanum frá okkur full auðveldlega og gerðum mistök í varnarleiknum sem var algjör óþarfi eftir annars góðan leik.“ Kári var ánægður með margt í leik Gróttu í dag en slök spilamennska í upphafi og lok leiksins kostaði liðið að lokum. „Við hefðum verið voðalega fegin hefði þessi leikur verið tvisvar 25 mínútur, þá værum við á leiðinni í úrslitin. Í upphafi leiks gengur ekkert og svo aftur undir lokin en á sama tíma hrekkur Fram í gír.“ Kári var léttur þegar hann var spurður út í hvort þessi keppni væri grýla fyrir Gróttu en þetta er annað árið í röð sem Grótta dettur út í undanúrslitunum. „Þetta er grýla á Nesinu og stóra vígið sem verður að vinnast,“ sagði Kári brosandi áður en hann fór í aðra átt: „Það er auðvitað alltaf ágætt að koma í þessa keppni en hún er barn síns tíma. Það er verið að rífa mann úr jólasteikinni sem er óþarfi en leikurinn var fínn eftir sex vikna pásu.“ Þetta var fyrsti leikur Gróttu frá því 21. nóvember og mátti því eðlilega sjá eitthvað ryð í leik liðsins. „Þetta er fyndið fyrirkomulag, að koma og eiga að spila tvo leiki á tveimur dögum beint eftir hamborgarahrygginn og konfektið en svona er þetta. Við lifum þetta alveg af og stelpurnar fara bara í styrktaræfingar á morgun í staðin.“ Það vakti athygli að Anna Úrsúla var á leikskýrslu í dag en hún kom ekkert við sögu. Kári sagði að það ætti sér eðlilega skýringu. „Anna er tæp, hún finnur til í bakinu og ég hvíldi hana til þess að hún yrði klár fyrir deildarkeppnina. Svo vantar okkur Þóreyju og Önnu Ástu en ég vill ekki kenna því um þetta tap.“ Stefán: Margt jákvætt í spilamennskunni í dag„Ég get ekki verið annað en ánægður með spilamennskuna eftir eins og hálfs mánaðar pásu. Það var margt jákvætt í leik okkar í dag,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sáttur að leikslokum. „Við byrjum leikinn mjög vel og leiddum fyrstu tuttugu en við misstum Gróttu aðeins fram úr okkur eftir það. Síðustu fimmtán mínútur leiksins voru hinsvegar mjög flottar hjá leikmönnunum.“ Leikurinn var kaflaskiptur en Stefán sá margt jákvætt í dag. „Við ætluðum að nota þennan leik til þess að spila hratt og við náðum því. Það var mikill hraði í leiknum og við fengum góða æfingu úr leiknum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti