Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Óli Kr Ármannsson skrifar 29. desember 2015 07:00 Sjómenn nota tækifærið á milli jóla og nýárs til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við útgerðarmenn. vísir/gva Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Um miðjan janúar er gert ráð fyrir að liggi fyrir afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða í deilu þeirra við útgerðarmenn. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir ráð fyrir því gert að samninganefnd sjómanna fundi um miðjan janúar. Félög sjómanna vinni hins vegar að því þessa dagana að kanna afstöðu sjómanna. Upp úr viðræðum sjómanna og Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) slitnaði hjá ríkissáttasemjara 4. desember síðastliðinn. Síðan hafa engar viðræður átt sér stað og ekkert heyrst, hvorki frá SFS né ríkissáttasemjara, segir Valmundur. Á síðasta samningafundi hafi útgerðarmenn hins vegar lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Það hafi verið í fjórum atriðum, þar sem þyngst hafi vegið tilboð um hækkun kauptryggingar sjómanna, þótt það hafi ekki verið nánar útfært. Þá hafi verið þarna atriði sem snúi að útfærslu á kostnaði og launagreiðslum, svo sem hækkun á viðmiði vegna olíuverðs þar sem tekið væri mið af erlendri verðbólgu og mánaðarlegt launauppgjör á ísfisktogurum. Í viðræðunum hafi hins vegar verið sett til hliðar erfiðari deilumál, svo sem krafa útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði útgerða við veiðigjöld, tryggingagjald og kolefnisgjald og kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað.Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands ÍslandsValmundur segir afstöðu sjómanna kannaða í hverju sjómannafélagi fyrir sig og víða liggi niðurstaða fyrir. Þungt hljóð sé í sjómönnum og margir vilji láta sverfa til stáls. „Ég heyri mjög marga segja að þeir séu komnir með upp í kok af þessu ástandi,“ segir hann, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Þrír möguleikar séu í stöðunni, en það sé óbreytt ástand, að semja um síðasta tilboð útgerðarmanna eða boða til verkfallsaðgerða. Vilji sjómenn fara í aðgerðir þá segir Valmundur það taka nokkurn tíma því aðdragandi að þeim sé nokkuð langur. „Þá þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sem tekur að minnsta kosti fjórar vikur því sum skip eru mánuð á sjó og ef sjómenn ákveða að fara í aðgerðir þá tekur við boðunarferli sem tekur þrjár vikur.“ Miðað við þetta gætu mögulegar aðgerðir sjómanna fyrst hafist þegar komið er fram í marsmánuð.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira