Viðskipti erlent

VW dregur í land með fjölda svindlbíla

Ingvar Haraldsson skrifar
Bílageymslur Volkswagen í Þýskalandi.
Bílageymslur Volkswagen í Þýskalandi. nordicphotos/getty
Volkswagen segir útblásturshneyksli sitt ná til mun færri bíla en það hafði áður talið. Þýski bílaframleiðandinn segist nú telja að kolefnisútblástur og eldsneytiseyðsla aðeins 36 þúsund Volkswagen-bíla hafi verið ranglega gefin upp en ekki 800 þúsund bíla líkt og fyrirtækið gaf út í síðasta mánuði.

Volkswagen hafði lagt til hliðar 2 milljarða evra, jafnvirði um 280 milljarða íslenskra króna, til að mæta kostnaði vegna málsins.

Fyrrgreindar bifreiðar tengjast þó ekki 11 milljónum bifreiða sem Volkswagen hafði þegar viðurkennt að í væri hugbúnaður sem tryggði að útblástur væri minni við prófanir en hefðbundinn akstur. Upp komst um svindlið í september og hefur það haft mikil áhrif á gengi Volkswagen.

Í kjölfar jákvæðari tíðinda af Volkswagen í gær hækkaði hlutabréfaverð í fyrirtækinu um 6 prósent en það hefur eigi að síður lækkað um 30 prósent á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×