Undir áhrifum jurta og galdra Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. desember 2015 13:00 Hildur segir ganga vel að starfa sem fatahönnuður á Íslandi en myndi gjarnan vilja sjá betri kosti á því að geta framleitt föt hér heima. Fréttablaðið/Anton Brink Línan er byggð á blómaseyði úr íslenskum jurtum. Blómaseyði býr yfir lækningamætti og má einnig nota til þess að öðlast andlegan styrk eða til þess að tæla til sín hjarta,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Björk Yeoman sem var að senda frá sér nýja línu sem ber nafnið Flóra. Hluta línunnar sýndi hún á Hönnunarmars en það hefur bæst töluvert við hana síðan þá. Við hönnunina segist hún hafa verið undir áhrifum íslenskra jurta, lækningamáttar þeirra og útlits en líka þeirra kvenna sem höfðu þekkinguna til þess að nýta sér jurtirnar. Reyndar hefur galdur mikla merkingu í huga Hildar. „Í mínum huga hefur galdur stærri merkingu og margar þeirra kvenna sem veita mér innblástur eru göldróttar á einhvern hátt,“ segir hún.Hér er Ronja, en þeirra sem sitja fyrir á myndum, klæddar í föt úr nýju línunni.Mynd: Saga Sig„Skapandi greinar eru galdrar samtímans, hvort sem það eru kvikmyndir, tónlist, myndlist eða hönnun. Þau sem starfa innan þessara geira eru töframenn. Ég er samt ekki að segja að allt sem sé gert sé gætt göldrum en þú finnur þegar galdrar eru með í spilinu.“ Hildur útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Frá útskrift hefur hún að mestu unnið við hönnun auk þess sem hún hefur verið að kenna tískuteikningu við LHÍ. „Ég var fyrst mest í að gera aukahluti en hef undanfarin ár verið meira að hanna flíkur.“ Hún gerir þó enn aukahluti og sendir nú einnig frá sér skartgripalínu samhliða fatalínunni. „Skartið er unnið úr íslenskum bergkristöllum eða ferskvatnsperlum og silfri.Hildur segir ganga vel að starfa sem fatahönnuður á Íslandi. Hún rekur verslunina Kiosk ásamt sex öðrum þar sem þau selja hönnun sína og skiptast á að standa vaktir í búðinni. „Það hefur gengið mjög vel og þá hefur maður líka tíma til að sinna sínu inn á milli.“ Hún segir þó að margt mætti gera betur á Íslandi varðandi fatahönnun, þá helst þegar kemur að framleiðslu. „Ég væri til í að sjá meiri framleiðslumöguleika á Íslandi. Það væri æðislegt ef það væri hægt að sauma föt hérna í framleiðslu því það er kostnaðarsamt að gera þetta allt úti.“ Hún segist þó una sér vel á Íslandi og myndi ekki vilja búa annars staðar. „Mér finnst gott að fara út í nokkra mánuði í senn. Það er nauðsynlegt að vera annars staðar, fá hugmyndir, skoða nýja staði og fá innblástur.“Mynd: Saga SigHildur er einmitt nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem hún var á ferðalagi með föðurfjölskyldunni. „Ég var að ferðast með The Yeomans. Við vorum um 20 manns saman allt í allt. Föðursystir mín býr í Seattle og ég bjó þarna úti þegar ég var lítil í hálft ár.“ Fjölskyldan fór út í tilefni þakkargjörðarhátíðarinnar og ferðaðist meðal annars á slóðir langömmu Hildar sem síðasta lína hennar var innblásin af. Fjölskyldan fetaði meðal annars í spor langömmunnar sem stakk af með mótorhjólagengi. „Það var nú kannski meira fyrir sjóið, en við prófuðum mótorhjól og fórum í litla bæi þarna, þetta var mjög skemmtilegt.“ Í tilefni af komu nýju línunnar hefur Hildur í samstarfi við Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara tekið myndir af konum, sem veita Hildi innblástur á einhvern hátt, í fötum úr línunni. „Mig langaði að velja einhverja svona karaktera sem veita mér innblástur. Þetta eru flottar týpur eins og Dóra Takefusa, Jófríður úr Samaris, Snæfríður Ingvarsdóttir, Hanna María, mamma Sögu og Ronja fósturdóttir hennar sem er 8 ára, svo einhverjar séu nefndar,“ segir hún. Sýning á myndunum verður opnuð í Kiosk 17. desember. Hér má sjá Facebook- síðu Hildar. Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Línan er byggð á blómaseyði úr íslenskum jurtum. Blómaseyði býr yfir lækningamætti og má einnig nota til þess að öðlast andlegan styrk eða til þess að tæla til sín hjarta,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Björk Yeoman sem var að senda frá sér nýja línu sem ber nafnið Flóra. Hluta línunnar sýndi hún á Hönnunarmars en það hefur bæst töluvert við hana síðan þá. Við hönnunina segist hún hafa verið undir áhrifum íslenskra jurta, lækningamáttar þeirra og útlits en líka þeirra kvenna sem höfðu þekkinguna til þess að nýta sér jurtirnar. Reyndar hefur galdur mikla merkingu í huga Hildar. „Í mínum huga hefur galdur stærri merkingu og margar þeirra kvenna sem veita mér innblástur eru göldróttar á einhvern hátt,“ segir hún.Hér er Ronja, en þeirra sem sitja fyrir á myndum, klæddar í föt úr nýju línunni.Mynd: Saga Sig„Skapandi greinar eru galdrar samtímans, hvort sem það eru kvikmyndir, tónlist, myndlist eða hönnun. Þau sem starfa innan þessara geira eru töframenn. Ég er samt ekki að segja að allt sem sé gert sé gætt göldrum en þú finnur þegar galdrar eru með í spilinu.“ Hildur útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Frá útskrift hefur hún að mestu unnið við hönnun auk þess sem hún hefur verið að kenna tískuteikningu við LHÍ. „Ég var fyrst mest í að gera aukahluti en hef undanfarin ár verið meira að hanna flíkur.“ Hún gerir þó enn aukahluti og sendir nú einnig frá sér skartgripalínu samhliða fatalínunni. „Skartið er unnið úr íslenskum bergkristöllum eða ferskvatnsperlum og silfri.Hildur segir ganga vel að starfa sem fatahönnuður á Íslandi. Hún rekur verslunina Kiosk ásamt sex öðrum þar sem þau selja hönnun sína og skiptast á að standa vaktir í búðinni. „Það hefur gengið mjög vel og þá hefur maður líka tíma til að sinna sínu inn á milli.“ Hún segir þó að margt mætti gera betur á Íslandi varðandi fatahönnun, þá helst þegar kemur að framleiðslu. „Ég væri til í að sjá meiri framleiðslumöguleika á Íslandi. Það væri æðislegt ef það væri hægt að sauma föt hérna í framleiðslu því það er kostnaðarsamt að gera þetta allt úti.“ Hún segist þó una sér vel á Íslandi og myndi ekki vilja búa annars staðar. „Mér finnst gott að fara út í nokkra mánuði í senn. Það er nauðsynlegt að vera annars staðar, fá hugmyndir, skoða nýja staði og fá innblástur.“Mynd: Saga SigHildur er einmitt nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem hún var á ferðalagi með föðurfjölskyldunni. „Ég var að ferðast með The Yeomans. Við vorum um 20 manns saman allt í allt. Föðursystir mín býr í Seattle og ég bjó þarna úti þegar ég var lítil í hálft ár.“ Fjölskyldan fór út í tilefni þakkargjörðarhátíðarinnar og ferðaðist meðal annars á slóðir langömmu Hildar sem síðasta lína hennar var innblásin af. Fjölskyldan fetaði meðal annars í spor langömmunnar sem stakk af með mótorhjólagengi. „Það var nú kannski meira fyrir sjóið, en við prófuðum mótorhjól og fórum í litla bæi þarna, þetta var mjög skemmtilegt.“ Í tilefni af komu nýju línunnar hefur Hildur í samstarfi við Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara tekið myndir af konum, sem veita Hildi innblástur á einhvern hátt, í fötum úr línunni. „Mig langaði að velja einhverja svona karaktera sem veita mér innblástur. Þetta eru flottar týpur eins og Dóra Takefusa, Jófríður úr Samaris, Snæfríður Ingvarsdóttir, Hanna María, mamma Sögu og Ronja fósturdóttir hennar sem er 8 ára, svo einhverjar séu nefndar,“ segir hún. Sýning á myndunum verður opnuð í Kiosk 17. desember. Hér má sjá Facebook- síðu Hildar.
Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira