Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Unnur Brá vonar að frumvarp um ný útlendingalög verði brátt tekin fyrir á þingi. Fréttablaðið/Vilhelm „Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína. Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
„Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00