COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 11:31 Francois Hollande Frakklandsforseti, Laurent Fabius, utanríkisráherra Frakklands og forseti COP21, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/AFP Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar í París, segir að nýr loftslagssamningur verði lagalega bindandi og feli í sér að hækkun meðalhitastigs fram til ársins 2100 verði „vel innan við tvær gráður. Lokadrög loftslagssamningsins voru kynnt ráðherrum í París í morgun. „Þetta er vel samsettur texti, raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur,“ sagði Fabius á fréttamannafundi rétt í þessu. Utanríkisráðherrann segir að fjármögnunin, sem hefur verið eitt helsta þrætuepli viðræðnanna, verði tröppuð upp fram til ársins 2025. Samningnum verði fylgt eftir með endurskoðun á frammistöðum ríkja fimmta hvert ár. Hann segir að andrúmsloftið á ráðstefnunni hafi verið „einstaklega jákvætt“. „Við viljum ekki að ráðstefnan í Kaupmannahöfn 2009 endurtaki sig. En ekkert er enn í hendi. Enginn okkar getur aðhafst einn og sér. Enginn verður hamingjusamur einn og sér. Nú eru örlög heimsins og okkar höndum.“ Fabius gat vart haldið aftur af tilfinningum sínum þegar hann lauk ræðu sinni, en Ban Ki-monn, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók svo við orðinu. „Við skulum klára þessa vinnu. Heimurinn allur er að hlusta á okkur.“ Francois Hollande Frakklandsforseti sagði að samningurinn yrði ekki fullkominn fyrir alla, en væri engu að síður mikill sigur fyrir alla – þar sem það sé sigur fyrir loftslagið að við samkomulag hafi náðst. „Þið verðið að grípa tækifærið að taka ákvörðun í dag. Það er það sem heimurinn þarfnast.“ Þó svo að lokadrög séu tilbúin eiga þjóðirnar eftir að samþykkja þau og samningurinn verður aðeins samþykktur með samþykki allra þeirra 195 þjóða sem eiga aðild að loftslagssamningnum. Þannig er búist við að samningurinn verðir ekki endanlega samþykktur fyrr en seint í dag eða jafnvel á morgun. Sjá má drögin í viðhengi að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Lokadrög nýs loftslagssamnings kynnt ráðherrum í París Samningaviðræður hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur en lokadrögin áttu upphaflega að liggja fyrir í gær. 12. desember 2015 09:52