Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 13:08 Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. Vísir/GVA Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“ Fréttir ársins 2015 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent