Glæpavæðing í boði stjórnvalda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi er engin framför á núverandi refsistefnu. Betrun kemur ekki einu sinni fram í frumvarpinu, sem er því miður illa unnið og vanhugsað. Það frumvarp sem nú hefur verið lagt fram byggir á úreltri refsistefnu.Hvers vegna betrun? Á Íslandi kemur annar hver fangi aftur í fangelsi þrátt fyrir dýrt fangelsiskerfi. Það er með öllu óviðunandi árangur! Öll Norðurlöndin, utan Íslands, hafa tekið upp betrunarstefnu með ótvíræðum árangri sem hefur skilað sér í lægri endurkomutíðni í fangelsi, fækkun glæpa, færri brotaþolum, minni fangelsiskostnaði, auk minna álags á lögreglu, dómstóla og fangelsi. Endurkomutíðni á Norðurlöndunum er um 20% og er enn lægri þegar skoðaður er sérstaklega árangur af opnum fangelsum. Ef við tækjum upp slíkt kerfi myndi það skila okkur öllu því sama og lækka til muna allan kostnað við rekstur fangelsismála. Vel yfir 60% allra fanga á Íslandi verða að öryrkjum í afplánun. Bara með því að laga það myndu sparast háar upphæðir. Ef dómþolar yrðu að nýtum þjóðfélagsþegnum í afplánun myndu tekjur þjóðfélagsins aukast í stað útgjalda. En til þess að svo geti orðið þarf að skipta úr refsikerfi yfir í betrunarkerfi. Það hafa önnur norræn ríki gert með góðum árangri. Norsk betrunarstefna er orðin að útflutningsvöru hjá Norðmönnum: stefna sem byggir á þekkingu, reynslu og rannsóknum og aðrar þjóðir vilja nýta sér til að ná árangri. En, af hverju ekki við?Ódýrara kerfi Norðurlöndin hafa líka verið að fjölga úrræðum dómstóla t.d. með því að dæma til afplánunar undir rafrænu eftirliti, í samfélagsþjónustu, í misopin fangelsi og jafnvel til skilorðsbundinna meðferðarúrræða. Þar er einnig verið að fjölga opnum fangelsum, sem slaga sums staðar upp í helming fangelsisplássa, auk þess sem til koma önnur afplánunarúrræði utan fangelsa. Ísland er að fara í öfuga átt og verða opin fangelsisúrræði einungis um fjórðungur úrræða eftir tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði. Þar sem opin úrræði eru fleiri og betrun er höfð að leiðarljósi er endurkomutíðni í fangelsi lægri. Það hlýtur að vera meginmarkmiðið með kerfinu, að fækka endurkomum og um leið brotaþolum. Afstaða hefur ítrekað reynt að kynna fyrir stjórnvöldum þann mikla árangur sem önnur norræn ríki hafa náð í fangelsismálum en án árangurs. Ástæða hárrar endurkomutíðni í fangelsi hér á landi er afleiðing lélegs fangelsiskerfis, sem er byggt á úreltri refsistefnu, sem virðist engu skila. Ég fullyrði að hægt er að lækka kostnað við rekstur fangelsa og afleiddur kostnaður mun fara minnkandi með árunum sem og tala fanga, ef tekin verður upp norræn betrunarstefna hérlendis.Nú er tækifæri Nú er kjörið tækifæri til að móta í fyrsta sinn stefnu í fangelsismálum, sem hefur það að markmiði að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga til virkrar þátttöku í samfélaginu – allt frá upphafi afplánunar. Ef vilji er til þess að taka upp kerfi sem skilar árangri þarf samstarf milli aðila. Afstaða hefur alltaf verið tilbúin til jákvæðs samstarfs um endurbætur á fangelsismálum. Ef ekkert verður að gert og haldið áfram með úrelta refsistefnu mun það leiða til þess að kostnaður mun áfram aukast ár frá ári og þjóðfélagið fara á mis við þau tækifæri sem eru fólgin í að byggja upp einstaklinga, sem afvega hafa farið í lífinu. Því miður hefur innanríkisráðherra ekki séð sér fært að ræða við Afstöðu um frumvarpið, sem hún hefur lagt fram. Það er okkar skoðun að úr fangelsunum ættu að útskrifast einstaklingar með verkmenntun: smiðir, múrarar, rafvirkjar, píparar, kokkar eða bakarar í stað þess að þaðan útskrifist flestir sem öryrkjar. Kostnaður mun lækka og vera öllu samfélaginu til bóta. Sameiginleg markmið okkar ætti að vera: færri endurkomur í fangelsin, betri þjóðfélagsþegnar koma úr fangelsunum og lægri rekstrarkostnaður.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun