Ekki sama bankakerfi og fyrir hrun? Skjóðan skrifar 16. desember 2015 09:00 Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Íslendingar virðast ætla að forðast eins og heitan eldinn að draga lærdóm af bankahruninu sem hér varð fyrir sjö árum. Vissulega var íslenska bankahrunið angi af alþjóðlegri fjármálakrísu sem lagði að velli fjölda heimsþekktra og virtra fjármálafyrirtækja en ekkert annað land mátti horfa upp á fjármálakerfi sitt hrynja til grunna nánast í einu lagi. Eitthvað hefur því verið sér á parti hér á landi. Reglu- og lagaumhverfi fjármálastofnana hefur lítið sem ekkert verið breytt frá því fyrir hrun. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur fengið aukna fjármuni en þar hefur ekkert breyst – að minnsta kosti ekki til bóta. Í nokkur ár stýrði FME maður, sem varð uppvís að því að misnota aðstöðu sína á saknæman hátt til að reyna að klekkja á og ófrægja einstaklinga úti í bæ. Stofnað var embætti sérstaks saksóknara, sem varið hefur mörgum árum í að sækja til saka suma stjórnendur og eigendur gömlu íslensku bankanna. Val á sakborningum virðist þó vera heldur handahófskennt. Dæmi um það er að annar bankastjóri Landsbankans hefur sætt ákæru í fleiri en einu máli og hlotið fangelsisdóm en hinn bankastjórinn þarf ekki einu sinni að ómaka sig til að mæta í réttarsal til að bera vitni, hvað þá að hann sé sóttur til saka. Þegar fram komu ásakanir um að einn æðsti stjórnandi Arion banka hefði sem lykilmaður í Kaupþingi gerst sekur um innherjasvik með sölu á hlutabréfum í Kaupþingi 3. október 2008, komst FME að því að ekki hefði verið um innherjasvik að ræða, viðkomandi hefði ekki haft meiri innherjaupplýsingar en maðurinn á götunni. Yfirmenn hans í Kaupþingi voru þó dæmdir í margra ára fangelsi á grundvelli vitnisburðar þessa manns. Maðurinn sem hafði að mati Hæstaréttar Íslands slíka yfirsýn yfir stöðu mála og athafnir æðstu stjórnenda í Kaupþingi þá örlagaríku daga sem liðu frá því Lehman Brothers féll 15. september 2008 þar til Kaupþing féll 8. október sama ár, að hægt var að byggja margra ára fangelsisdóma yfir fjórum mönnum á vitnisburði hans, hafði 3. október engar innherjaupplýsingar um bankann að mati FME. Þar réð slembilukkan ein að mati FME. Sami maður hefur úthlutað gömlum skólafélögum sínum hlutabréfum á afsláttarverði í fyrirtækjum sem Arion banki hefur selt úr eignasafni sínu. Eflaust verður það niðurstaða FME að þar hafi slembilukkan enn verið á ferð ef málið verður þá yfirleitt skoðað. Nýja bankakerfið býr við sama regluverk og lagaumhverfi og gamla kerfið sem hrundi til grunna. FME virðist vera enn slappara en fyrr. En kannski erum við ekki að byggja upp sama bankakerfi og áður.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira