Óveðrið komið á Suðurnesjum: Hálka og snjóþekja á vegum víða um land Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 08:50 Vegagerðin varar við færð víðsvegar um land. Mynd úr safni. Vísir/Stefán Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, þar á meðal á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Farið er að hvessa á Suðurnesjum og óveður og slæmt skyggni er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.Sjá einnig: Fylgstu með lægðinni nálgast á gagnvirku korti Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig að óveðrið komi yfir höfuðborgarsvæðið eftir klukkan níu en spáð er dimmri hríð undir hádegi og 18-23 metrum á sekúndu. Í tilkynningunni segir að hálkublettir og óveður sé á Kjalarnesi sem og undir Eyjafjöllum og við Vík. Vegagerðin segir að á Vesturlandi sé hálka eða snjóþekja víðast hvar og að þungfært og skafrenningur sé á Fróðárheiði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á flestum leiðum á Vestfjörðum og snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Vegagerðin segir að þungfært sé á Kleifarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur í Patreksfirði og á Klettsháls. Sjá einnig: 120 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu Ófært er um Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á Bjarnarfjarðarhálsi og þaðan norður í Árneshrepp. Hálka eða snjóþekja allvíða á Norður- og Austurlandi og þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi en hálka og skafrenningur á Víkurskarði. Flughálka er á Dettifossvegi en þæfingsfærð er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálkublettir og smá éljagangur eru með suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir 120 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu Einhverjir björgunarsveitarmenn eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins. 1. desember 2015 08:20 Raskanir á ferðum strætó í dag Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna. 1. desember 2015 07:29 Færðin enn ágæt á Suðurnesjum Enginn þurft á lögreglunni að halda vegna veðurvandræða í morgunsárið. 1. desember 2015 07:53 Innanlandsflug fellur niður Ekki verður flogið til Húsavíkur eða Vestmannaeyja vegna veðurs. 1. desember 2015 07:44 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, þar á meðal á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Farið er að hvessa á Suðurnesjum og óveður og slæmt skyggni er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.Sjá einnig: Fylgstu með lægðinni nálgast á gagnvirku korti Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig að óveðrið komi yfir höfuðborgarsvæðið eftir klukkan níu en spáð er dimmri hríð undir hádegi og 18-23 metrum á sekúndu. Í tilkynningunni segir að hálkublettir og óveður sé á Kjalarnesi sem og undir Eyjafjöllum og við Vík. Vegagerðin segir að á Vesturlandi sé hálka eða snjóþekja víðast hvar og að þungfært og skafrenningur sé á Fróðárheiði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á flestum leiðum á Vestfjörðum og snjóþekja og stórhríð er á Gemlufallsheiði. Vegagerðin segir að þungfært sé á Kleifarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur í Patreksfirði og á Klettsháls. Sjá einnig: 120 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu Ófært er um Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og á Bjarnarfjarðarhálsi og þaðan norður í Árneshrepp. Hálka eða snjóþekja allvíða á Norður- og Austurlandi og þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi en hálka og skafrenningur á Víkurskarði. Flughálka er á Dettifossvegi en þæfingsfærð er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálkublettir og smá éljagangur eru með suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir 120 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu Einhverjir björgunarsveitarmenn eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins. 1. desember 2015 08:20 Raskanir á ferðum strætó í dag Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna. 1. desember 2015 07:29 Færðin enn ágæt á Suðurnesjum Enginn þurft á lögreglunni að halda vegna veðurvandræða í morgunsárið. 1. desember 2015 07:53 Innanlandsflug fellur niður Ekki verður flogið til Húsavíkur eða Vestmannaeyja vegna veðurs. 1. desember 2015 07:44 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
120 björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu Einhverjir björgunarsveitarmenn eru á ferð um borgina til að kanna aðstæður vegna óveðursins. 1. desember 2015 08:20
Raskanir á ferðum strætó í dag Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna. 1. desember 2015 07:29
Færðin enn ágæt á Suðurnesjum Enginn þurft á lögreglunni að halda vegna veðurvandræða í morgunsárið. 1. desember 2015 07:53
Innanlandsflug fellur niður Ekki verður flogið til Húsavíkur eða Vestmannaeyja vegna veðurs. 1. desember 2015 07:44