Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 11:18 Nemendur í Hagaskóla söfnuðu 2,4 milljónum króna í góðgerðarviku á dögunum. Ágóðinn rann til sýrlenskra flóttamanna sem von er á til Íslands og samtakanna Útmeða, stuðningshóp sem fyrirbyggir sjálfsvíg ungmenna. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendir til foreldra barna við skólann í dag kemur fram að nokkuð mörg börn í skólanum séu með leyfi frá foreldrum sínum. Það sé ákvörðun foreldra hvort þeir sæki um leyfi fyrir börn sín eins og fram hafi komið í tilkynningum frá yfirvöldum. „ Hins vegar er sú staða komin upp að mörg börn vilja fara heim og hef ég fengið upplýsingar um að þau hafi verið að bera alls konar upplýsingar í foreldra. Það sem ég hef m.a. heyrt er að kennarar séu veðurtepptir heima hjá sér, að kennarar segi að nemendur megi fara heim, að allir í bekknum séu farnir heim o.sv.frv.“ Ómar Örn segir allt þetta rangt. Í Hagaskóla verði kennsla út daginn og forföll þess eina kennara sem sé veikur verði mönnuð. Nemendur sem ekki eru veikir eða með leyfi fái að sjálfsögðu skráða fjarvist. Ragnheiður Stephensen, kennari við Garðaskóla.Mynd af vefsíðu Garðabæjar„Væla sig heim“ Vísir fjallaði fyrr í dag um stöðu mála í Garðaskóla í Garðabæ þar sem kennari við skólann gagnrýnir foreldra harðlega. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr kennarinn Ragnheiður Stephensen sem telur um 75 prósent nemenda í 10. bekk vanta í skólann.„Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendir til foreldra barna við skólann í dag kemur fram að nokkuð mörg börn í skólanum séu með leyfi frá foreldrum sínum. Það sé ákvörðun foreldra hvort þeir sæki um leyfi fyrir börn sín eins og fram hafi komið í tilkynningum frá yfirvöldum. „ Hins vegar er sú staða komin upp að mörg börn vilja fara heim og hef ég fengið upplýsingar um að þau hafi verið að bera alls konar upplýsingar í foreldra. Það sem ég hef m.a. heyrt er að kennarar séu veðurtepptir heima hjá sér, að kennarar segi að nemendur megi fara heim, að allir í bekknum séu farnir heim o.sv.frv.“ Ómar Örn segir allt þetta rangt. Í Hagaskóla verði kennsla út daginn og forföll þess eina kennara sem sé veikur verði mönnuð. Nemendur sem ekki eru veikir eða með leyfi fái að sjálfsögðu skráða fjarvist. Ragnheiður Stephensen, kennari við Garðaskóla.Mynd af vefsíðu Garðabæjar„Væla sig heim“ Vísir fjallaði fyrr í dag um stöðu mála í Garðaskóla í Garðabæ þar sem kennari við skólann gagnrýnir foreldra harðlega. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr kennarinn Ragnheiður Stephensen sem telur um 75 prósent nemenda í 10. bekk vanta í skólann.„Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47