Rauðrófu- og geitaostssalat með sætum valhnetum 1. desember 2015 17:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Rauðrófu- og geitaostssalat með sætum valhnetum, perum og fennelPikklaðar rauðrófur6 stk. meðalstórar rauðrófur2 l af vatni300 ml hvítvínsedik400 g sykur2 stk. lárviðarlauf1 tsk. fennelfræ2 stk. anísstjörnur2 stk. negulnaglar Setjið allt nema rauðrófurnar saman í pott og sjóðið upp á því. Skrælið rauðrófurnar og skerið þær í ca. 4 cm bita. Setjið rauðrófurnar í vökvann og sjóðið við vægan hita þar til þær eru mjúkar í gegn. Takið rauðrófurnar upp úr vökvanum og kælið bæði rófurnar og vökvann í sitt hvoru lagi. Setjið rauðrófurnar svo út í vökvann í lokað ílát. (Þetta geymist í margar vikur í kæli svo lengi sem vökvinn flýtur yfir.) Áður en rauðrófurnar eru bornar fram eru þær þerraðar og skornar í fallega bita.Sætar valhnetur150 g valhnetur1 l vatn2 tsk. salt2 msk. flórsykurSjávarsaltSjóðið upp á vatninu með saltinu í. Setjið valhneturnar í vatnið og sjóðið í ca. 1 mín. Hellið vatninu af hnetunum og þerrið þær á pappír. Setjið hneturnar í skál með flórsykrinum og veltið þeim vel upp úr honum. Hitið pott með olíu í 160 gráður og steikið hneturnar í ca. 6 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og fallegar að utan. Takið hneturnar upp úr olíunni og setjið á bökunargrind, saltið eftir smekk og látið kólna. Geymið í lofttæmdum umbúðum.Meðlæti2 stk. perur1 stk. fennel8 stk. radísur140 g geitaosturSalatblandaÓlífuolía – HimnesktBalsamikedik – Himneskt Skerið fennelið og radísurnar örþunnt í mandólíni eða með hníf. Skrælið og skerið perurnar í kubba. Setjið salatblönduna í fat og raðið öllu meðlætinu ofan á það, endið á að setja ostinn og hneturnar ofan á salatið. Berið fram með ólífuolíu og góðu balsamikediki. Eyþór Rúnarsson Grænmetisréttir Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Rauðrófu- og geitaostssalat með sætum valhnetum, perum og fennelPikklaðar rauðrófur6 stk. meðalstórar rauðrófur2 l af vatni300 ml hvítvínsedik400 g sykur2 stk. lárviðarlauf1 tsk. fennelfræ2 stk. anísstjörnur2 stk. negulnaglar Setjið allt nema rauðrófurnar saman í pott og sjóðið upp á því. Skrælið rauðrófurnar og skerið þær í ca. 4 cm bita. Setjið rauðrófurnar í vökvann og sjóðið við vægan hita þar til þær eru mjúkar í gegn. Takið rauðrófurnar upp úr vökvanum og kælið bæði rófurnar og vökvann í sitt hvoru lagi. Setjið rauðrófurnar svo út í vökvann í lokað ílát. (Þetta geymist í margar vikur í kæli svo lengi sem vökvinn flýtur yfir.) Áður en rauðrófurnar eru bornar fram eru þær þerraðar og skornar í fallega bita.Sætar valhnetur150 g valhnetur1 l vatn2 tsk. salt2 msk. flórsykurSjávarsaltSjóðið upp á vatninu með saltinu í. Setjið valhneturnar í vatnið og sjóðið í ca. 1 mín. Hellið vatninu af hnetunum og þerrið þær á pappír. Setjið hneturnar í skál með flórsykrinum og veltið þeim vel upp úr honum. Hitið pott með olíu í 160 gráður og steikið hneturnar í ca. 6 mín eða þar til þær eru orðnar gylltar og fallegar að utan. Takið hneturnar upp úr olíunni og setjið á bökunargrind, saltið eftir smekk og látið kólna. Geymið í lofttæmdum umbúðum.Meðlæti2 stk. perur1 stk. fennel8 stk. radísur140 g geitaosturSalatblandaÓlífuolía – HimnesktBalsamikedik – Himneskt Skerið fennelið og radísurnar örþunnt í mandólíni eða með hníf. Skrælið og skerið perurnar í kubba. Setjið salatblönduna í fat og raðið öllu meðlætinu ofan á það, endið á að setja ostinn og hneturnar ofan á salatið. Berið fram með ólífuolíu og góðu balsamikediki.
Eyþór Rúnarsson Grænmetisréttir Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið