Varkár á negldum skóm við sorphirðu í bænum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Guðrún Magnea ekur öskubílnum, en gefur sér tíma til að fara út og hjálpa til þegar þörf er á. Vísir/Vilhelm „Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
„Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira