Sport

Minn stærsti bardagi á ferlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Þá mætir hann Brasilíumanninum Demian Maia.

Gunnar er að æfa sig í Los Angeles þessa dagana og hann mætti í viðtal þar í gær ásamt æfingafélaga sínum, Artem Lobov.

„Þetta er klárlega stærsti bardagi míns ferils. Fólk hefur beðið eftir því að sjá þennan bardaga og ég vildi líka fá að mæta Maia áður en hann hættir," sagði Gunnar en Maia er orðinn 38 ára gamall.

Hann hefur aftur á móti litið mjög vel út í síðustu tveim bardögum og aldurinn virðist ekkert há honum.

„Hann virðist hafa fengið einhvern aukakraft sem er frábært. Þá lít ég líka betur út þegar ég klára hann."

Gunnari hefur verið tíðrætt um hversu mikið tapið gegn Rick Story hefur hjálpað honum og hann ræddi það líka í LA.

„Það var ekki gott kvöld en ég er þakklátur fyrir þá reynslu í dag því tapið gerði mig að betri bardagamanni. Í dag er ég aðeins að hugsa um þennan bardaga en ég stefni á að fá titilbardaga á næsta ári."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×