Einsemdin er orðin mikill munaður Magnús Guðmundsson skrifar 3. desember 2015 12:00 Hermann Stefánsson rithöfundur er tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Visir/GVA Leiðin út í heim eftir Hermann Stefánsson er á meðal verka sem eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Hér er á ferðinni fimmta skáldverk Hermanns sem hefur í verkum sínum oft tekist á við skáldsöguna og frásagnarform hennar með ýmsum hætti. Hermann er hinn rólegasti yfir upphefðinni og segir aðspurður hvort þessi útnefning hafi komið honum á óvart að svarið við því sé nú eiginlega já og nei. „Ég átti nú eiginlega ekki von á þessu, satt best að segja. Málið er að ég reyni alltaf að vera í einhvers konar uppreisn. Finnst að það taki því ekki að standa í þessu nema að maður sé að reyna að endurnýja skáldsöguna sem slíka. En í rauninni get ég líka alveg sagt að ég sé hefðbundinn átjándu eða nítjándu aldar höfundur.“Tekist á við formið Höfundarverk Hermanns er framsækið og það er óhætt að segja að hann fari oft á móti straumnum og takist á við ýmis form og hann ber í sjálfu sér ekki á móti því. „Ég vil ekki renna saman við samfélagið. Það er ekki svo að ég hafi áhuga á því að beita hnefanum og vera á móti öllum og öllu, alls ekki. En ég reyni að finna nýjar leiðir í bókmenntum og veit auðvitað ekkert hvort mér tekst það eða ekki, en ég reyni.“ Aðspurður um formið og það hvort hann hafi einnig tekist á við glæpasöguna segir Hermann að hann hafi aldrei skrifað glæpasögu í raun og veru. „En ég hef hins vegar skrifað and-glæpasögu svo það er víst eitthvað til í því að maður sé að fást við ýmis form. Það er alls ekki svo að skáldsagnarform eins og glæpasagan fari eitthvað í taugarnar á mér. Ég sit ekkert og engist yfir glæpasögum – alls ekki. En ég las ákveðna höfunda, spænska og suðurameríska sem hafa leikið sér með þetta form og gert svona góðlátlegt grín að því, og þetta var bara eitthvað sem hentaði viðfangsefninu á þessum tíma.“ Hermann segist sækja mikið í að lesa höfunda sem koma úr spænskum málheimi og hafi í rauninni lengi gert. „Þetta eru nú bara þessir höfundar sem maður hefur verið fylgjast með í áraraðir, Marias, Borges, Adolfo Bioy Casares, og les ég líka talsvert af ljóðum og hef legið mikið í verkum argentínskrar skáldkonu sem hét Alejandra Pizarnik, konu sem er löngu dáin en verk hennar hafa verið að rísa upp á stjörnuhimininn með dauðadimman skáldskap.“Tekist er á við einsemdina í Leiðin út í heim.Palli og LeiðinÍ Leiðinni út í heim er Hermann að takast á við hina þekktu og sígildu barnabók Palli var einn í heiminum eftir danska höfundinn Jens Sigsgaard en hún kom fyrst út í Kaupamannahöfn árið 1942 og hefur síðan komið út í milljónum eintaka víða um heim. Hermann segir að það sé í raun áratuga forsaga að því að hann hafi ákveðið að takast á við þetta verk. „Ég byrjaði á þessu sem barn og unglingur því mér finnst svo mikið í þessari bók, án þess að ég telji að höfundurinn hafi endilega haft það í huga þegar hann skrifaði bókina. En þetta er bók um einsemd og ég held reyndar að hún sé frægari á Íslandi en víðast hvar annars staðar og þar á meðal í Danmörku. Íslendingar hafa einhvern veginn tekið hana beint inn í merg og ég er búinn að hafa hana á heilanum alla tíð. Málið er að ég er búinn að vera að leita að einhverri tóntegund mjög lengi, leita að frásagnaraðferð og leið svona í tengslum við önnur skrif og svo datt ég inn í þetta og þarna fannst mér tónninn lukkast. Þetta er bara átjándu aldar frásagnaraðferð, rödd höfundar sem klassísk aðferð. Ég segi óneitanlega aðeins aðra sögu en er í bók Sigsgaards en fylgi henni samt nokkuð. En hér leyfir höfundur sér að vera með útúrdúra og vangaveltur og að tala á milli þess sem persónan þróast. En höfundarröddin er kannski síst hefðbundin að því leyti að hún leyfir sér líka að vera ljóðræn.“ Maurar og risaeðlur Hermann segir að Leiðin út í heim hafi verið orðin ansi mikil að vöxtum en að hann hafi svo valið að stytta hana talsvert mikið. „Einn ágætur höfundur orðaði það svo að bækur væru annaðhvort maurar eða risaeðlur. Maurar mega ekki hafa neinn óþarfa, þeir þurfa að vera litlir og kompakt á meðan risaeðlur geta leyft sér útúrdúra og óþörf líffæri. Þannig að það var annaðhvort að lengja þessa bók upp í fimm hundruð síður eða að stytta hana niður í maur og fjarlægja allan óþarfa. Maurar eru fullkomin dýr en risaeðlur eru t.d. Moby Dick eða aðrar slíkar bækur sem geta leyft sér að vera hlaðnar útúrdúrum.“ Eins og Hermann nefndi þá er tekist á við einsemdina í Palli er einn í heiminum og þannig er það einnig í verki Hermanns. „Það er ekki alveg pláss fyrir einsemdina í okkar nútíma tæknisamfélagi. Við sitjum inni í stofu með okkar sjö hundruð Facebook-vini þannig að einsemdin er orðin mikill munaður. Það að lesa bók er þannig t.d. stórkostlega andfélagsleg athöfn. Maður situr einn og gengur inn í heim bókarinnar sem er afmarkaður, lýtur sínum lögmálum og er ekki raunverulegur. Það er óneitanlega einn þáttur í því sem ég er að fást við í þessu verki. En ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort þessi bók talar meira inn í samfélagið en mínar fyrri bækur. Ég ætla að láta öðrum það eftir en eflaust er hún fremur aðgengilegri og léttari.“ Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Leiðin út í heim eftir Hermann Stefánsson er á meðal verka sem eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Hér er á ferðinni fimmta skáldverk Hermanns sem hefur í verkum sínum oft tekist á við skáldsöguna og frásagnarform hennar með ýmsum hætti. Hermann er hinn rólegasti yfir upphefðinni og segir aðspurður hvort þessi útnefning hafi komið honum á óvart að svarið við því sé nú eiginlega já og nei. „Ég átti nú eiginlega ekki von á þessu, satt best að segja. Málið er að ég reyni alltaf að vera í einhvers konar uppreisn. Finnst að það taki því ekki að standa í þessu nema að maður sé að reyna að endurnýja skáldsöguna sem slíka. En í rauninni get ég líka alveg sagt að ég sé hefðbundinn átjándu eða nítjándu aldar höfundur.“Tekist á við formið Höfundarverk Hermanns er framsækið og það er óhætt að segja að hann fari oft á móti straumnum og takist á við ýmis form og hann ber í sjálfu sér ekki á móti því. „Ég vil ekki renna saman við samfélagið. Það er ekki svo að ég hafi áhuga á því að beita hnefanum og vera á móti öllum og öllu, alls ekki. En ég reyni að finna nýjar leiðir í bókmenntum og veit auðvitað ekkert hvort mér tekst það eða ekki, en ég reyni.“ Aðspurður um formið og það hvort hann hafi einnig tekist á við glæpasöguna segir Hermann að hann hafi aldrei skrifað glæpasögu í raun og veru. „En ég hef hins vegar skrifað and-glæpasögu svo það er víst eitthvað til í því að maður sé að fást við ýmis form. Það er alls ekki svo að skáldsagnarform eins og glæpasagan fari eitthvað í taugarnar á mér. Ég sit ekkert og engist yfir glæpasögum – alls ekki. En ég las ákveðna höfunda, spænska og suðurameríska sem hafa leikið sér með þetta form og gert svona góðlátlegt grín að því, og þetta var bara eitthvað sem hentaði viðfangsefninu á þessum tíma.“ Hermann segist sækja mikið í að lesa höfunda sem koma úr spænskum málheimi og hafi í rauninni lengi gert. „Þetta eru nú bara þessir höfundar sem maður hefur verið fylgjast með í áraraðir, Marias, Borges, Adolfo Bioy Casares, og les ég líka talsvert af ljóðum og hef legið mikið í verkum argentínskrar skáldkonu sem hét Alejandra Pizarnik, konu sem er löngu dáin en verk hennar hafa verið að rísa upp á stjörnuhimininn með dauðadimman skáldskap.“Tekist er á við einsemdina í Leiðin út í heim.Palli og LeiðinÍ Leiðinni út í heim er Hermann að takast á við hina þekktu og sígildu barnabók Palli var einn í heiminum eftir danska höfundinn Jens Sigsgaard en hún kom fyrst út í Kaupamannahöfn árið 1942 og hefur síðan komið út í milljónum eintaka víða um heim. Hermann segir að það sé í raun áratuga forsaga að því að hann hafi ákveðið að takast á við þetta verk. „Ég byrjaði á þessu sem barn og unglingur því mér finnst svo mikið í þessari bók, án þess að ég telji að höfundurinn hafi endilega haft það í huga þegar hann skrifaði bókina. En þetta er bók um einsemd og ég held reyndar að hún sé frægari á Íslandi en víðast hvar annars staðar og þar á meðal í Danmörku. Íslendingar hafa einhvern veginn tekið hana beint inn í merg og ég er búinn að hafa hana á heilanum alla tíð. Málið er að ég er búinn að vera að leita að einhverri tóntegund mjög lengi, leita að frásagnaraðferð og leið svona í tengslum við önnur skrif og svo datt ég inn í þetta og þarna fannst mér tónninn lukkast. Þetta er bara átjándu aldar frásagnaraðferð, rödd höfundar sem klassísk aðferð. Ég segi óneitanlega aðeins aðra sögu en er í bók Sigsgaards en fylgi henni samt nokkuð. En hér leyfir höfundur sér að vera með útúrdúra og vangaveltur og að tala á milli þess sem persónan þróast. En höfundarröddin er kannski síst hefðbundin að því leyti að hún leyfir sér líka að vera ljóðræn.“ Maurar og risaeðlur Hermann segir að Leiðin út í heim hafi verið orðin ansi mikil að vöxtum en að hann hafi svo valið að stytta hana talsvert mikið. „Einn ágætur höfundur orðaði það svo að bækur væru annaðhvort maurar eða risaeðlur. Maurar mega ekki hafa neinn óþarfa, þeir þurfa að vera litlir og kompakt á meðan risaeðlur geta leyft sér útúrdúra og óþörf líffæri. Þannig að það var annaðhvort að lengja þessa bók upp í fimm hundruð síður eða að stytta hana niður í maur og fjarlægja allan óþarfa. Maurar eru fullkomin dýr en risaeðlur eru t.d. Moby Dick eða aðrar slíkar bækur sem geta leyft sér að vera hlaðnar útúrdúrum.“ Eins og Hermann nefndi þá er tekist á við einsemdina í Palli er einn í heiminum og þannig er það einnig í verki Hermanns. „Það er ekki alveg pláss fyrir einsemdina í okkar nútíma tæknisamfélagi. Við sitjum inni í stofu með okkar sjö hundruð Facebook-vini þannig að einsemdin er orðin mikill munaður. Það að lesa bók er þannig t.d. stórkostlega andfélagsleg athöfn. Maður situr einn og gengur inn í heim bókarinnar sem er afmarkaður, lýtur sínum lögmálum og er ekki raunverulegur. Það er óneitanlega einn þáttur í því sem ég er að fást við í þessu verki. En ég er ekki rétti maðurinn til að svara því hvort þessi bók talar meira inn í samfélagið en mínar fyrri bækur. Ég ætla að láta öðrum það eftir en eflaust er hún fremur aðgengilegri og léttari.“
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira