Ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:15 "Auðvitað er svo algerlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann til verðlauna,“ segir Þórdís. Vísir/GVA Þetta er auðvitað rosalegur heiður og ég er að springa úr gleði,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur um tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna fyrir barnabókina Randalín, Mundi og afturgöngurnar. Hún kveðst hafa fengið fullt af góðum viðbrögðum frá lesendum úti í bæ, bæði börnum og gamalmennum. „Það er auðvitað aðalmarkmiðið að höfða til lesenda. Mér finnst ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna, sem spíra þá vonandi svo úr verði fullorðnir einstaklingar sem finnst gaman að lesa. Auðvitað er svo algjörlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann að auki til verðlauna.“ Þetta er þriðja bókin sem Þórdís skrifar um Randalín og Munda og hún kveðst afar heppin með teiknara. „Þórarinn Már Baldursson, sem er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann er ekki að teikna, er alveg eins og hugur minn þegar kemur að því að teikna Randalín, Munda og umhverfið sem þau spranga um í.“ Fyrir utan barnabækurnar liggja eftir Þórdísi námsbækur, skáldverk og ljóðasöfn svo hún hefur margs konar stíl á valdi sínu. „Það er svona þegar maður gefur út fyrstu bókina fjörutíu og fimm ára, þá veit maður hvað maður ætlar að gera,“ segir hún glaðlega og á þarna við fyrstu ljóðabókina sína, Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010. Síðan er hún búin að skrifa tíu bækur auk þess að vera mikilvirkur þýðandi.Hún kveðst líka ná að lifa af skriftunum. „Ég var í fastri vinnu til 2006 hjá Háskóla Íslands, sem verkefnastjóri og stundakennari, en var komin með aðeins of mörg aukaverkefni og ákvað að láta þau taka yfir svo ég sagði upp vinnunni. Sumir urðu dálítið hissa en við hjónin lifðum á námslánum í tíu ár og eigum tvö börn svo ég hugsaði, æ, ég er alveg vön að lifa á hafragraut og get haldið því áfram. Reyndar hef ég aðeins tekið að mér skammtímastörf, bæði á auglýsingastofu og við Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Þórdís kveðst sofa alveg róleg vegna sjálfra verðlaunanna. „Ég var tilnefnd líka í fyrra fyrir ljóðabók svo ég er í þjálfun,“ segir hún. „Mér finnst þessar viðurkenningar alveg frábærar og er mjög glöð að vera tilnefnd fyrir barnabók núna, mér finnst barnabækur skipta svo rosalegu máli.“ Sjálf á Þórdís eitt barnabarn, þriggja ára stúlku sem hún segir enn aðeins of litla fyrir Randalín. „Svo á hún heima í Tókýó þannig að ég á ekki gott með að lesa fyrir hana en reyndar ætla ég að vera hjá henni um jólin.“ Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þetta er auðvitað rosalegur heiður og ég er að springa úr gleði,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur um tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna fyrir barnabókina Randalín, Mundi og afturgöngurnar. Hún kveðst hafa fengið fullt af góðum viðbrögðum frá lesendum úti í bæ, bæði börnum og gamalmennum. „Það er auðvitað aðalmarkmiðið að höfða til lesenda. Mér finnst ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna, sem spíra þá vonandi svo úr verði fullorðnir einstaklingar sem finnst gaman að lesa. Auðvitað er svo algjörlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann að auki til verðlauna.“ Þetta er þriðja bókin sem Þórdís skrifar um Randalín og Munda og hún kveðst afar heppin með teiknara. „Þórarinn Már Baldursson, sem er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann er ekki að teikna, er alveg eins og hugur minn þegar kemur að því að teikna Randalín, Munda og umhverfið sem þau spranga um í.“ Fyrir utan barnabækurnar liggja eftir Þórdísi námsbækur, skáldverk og ljóðasöfn svo hún hefur margs konar stíl á valdi sínu. „Það er svona þegar maður gefur út fyrstu bókina fjörutíu og fimm ára, þá veit maður hvað maður ætlar að gera,“ segir hún glaðlega og á þarna við fyrstu ljóðabókina sína, Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010. Síðan er hún búin að skrifa tíu bækur auk þess að vera mikilvirkur þýðandi.Hún kveðst líka ná að lifa af skriftunum. „Ég var í fastri vinnu til 2006 hjá Háskóla Íslands, sem verkefnastjóri og stundakennari, en var komin með aðeins of mörg aukaverkefni og ákvað að láta þau taka yfir svo ég sagði upp vinnunni. Sumir urðu dálítið hissa en við hjónin lifðum á námslánum í tíu ár og eigum tvö börn svo ég hugsaði, æ, ég er alveg vön að lifa á hafragraut og get haldið því áfram. Reyndar hef ég aðeins tekið að mér skammtímastörf, bæði á auglýsingastofu og við Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Þórdís kveðst sofa alveg róleg vegna sjálfra verðlaunanna. „Ég var tilnefnd líka í fyrra fyrir ljóðabók svo ég er í þjálfun,“ segir hún. „Mér finnst þessar viðurkenningar alveg frábærar og er mjög glöð að vera tilnefnd fyrir barnabók núna, mér finnst barnabækur skipta svo rosalegu máli.“ Sjálf á Þórdís eitt barnabarn, þriggja ára stúlku sem hún segir enn aðeins of litla fyrir Randalín. „Svo á hún heima í Tókýó þannig að ég á ekki gott með að lesa fyrir hana en reyndar ætla ég að vera hjá henni um jólin.“
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira