Hættuástand skapast á suðvesturhorninu í kvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2015 15:45 Grýlukerti og snjóhengjur gætu farið af stað í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm „Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann. Veður Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
„Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann.
Veður Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira